Frakklandsferđ: Steiktur kjúklingur međ kantarellum og Chablis hvítvín í dásemdar Chablis

img_2667.jpg

Eftir tvo ljúfa daga í smábćnum Epernay í hjarta Champagne hérađsins lá leiđin suđur eftir sveitavegum í áttina til Búrgúndarhérađs. Búrgúnd var fyrr á tímum sjálfstćtt ríki í Evrópu áđur en ađ ţađ varđ hluti af Frakklandi. Hérađiđ er auđugt; öflugur landbúnađur, nautagriparćkt og svo auđvitađ búrgúndarvín. Og ekki vín í lakari kantinum. Ţekktast á alţjóđavísu er kannski Chablis í norđvesturhluta hérađsins og síđan hefđbundin búrgúndarrauđvín suđur af Dijon í áttina ađ bćnum Beaune.

img_2686.jpg 

Fyrsta stoppiđ á leiđinni var Chablis, sem er smábćr - ţar búa einungis 2700 íbúar sem á einhvern hátt tengjast víniđnađinum sem umlykur bćinn. Ţurrt hvítvín hefur veriđ ađalmáliđ í Chablis um aldarađir. Undir lok nítjándu aldar var vínviđur á yfir hundrađ ţúsund ekrum og var Chablis hvítvín flutt út um gjörvalla Evrópu og miklu víđar. Sveppasýking í vínviđ sem tröllreiđ Evrópu 1893 lagđi Chablis nánast í rúst og féll framleiđsla niđur í u.ţ.b. 500 ekrur á nokkrum áratugum. Vínrćktin í hérađinu tók ekki viđ sér fyrr en um miđja tuttugustu öldina. Uppbygging hefur síđan veriđ upp á viđ en er enn langt frá ţví ađ vera í nánd viđ ţađ sem var fyrir 120 árum síđan. Ţessi litli bćr er sérstaklega fallegur. Mađur hefur á tilfinningunni ađ fariđ sé aftur í tímann. Viđ lögđum bílnum í bćjarkantinum, gengum um bćinn og keyptum í matinn. Kjúklingabringur og kjúklingaleggi hjá slátrarnum, kantarellur og creme frais frá fallegri grćnmetis- og ostabúđ, Chablisvín frá einum vínrćktenda og svo héldum viđ út í sveitina.

 img_2673.jpg

Fengum ađ leggja bílnum á vínekru Jean Marc Brocard sem var 5 km fyrir utan bćinn. Ţar gátum viđ lagt viđ hliđina á gömlum kirkjugarđi sem lá ađ yfirgefinni kirkju. Útsýniđ var stórkostlegt! Horfđum framhjá kirkjunni yfir vínekrurnar - hvílík stemming. Tókum fram grilliđ og gashelluna. Lékum okkur međ útidótiđ međ krökkunum og ţegar ţađ fór ađ halla ađ kvöldi hófst ég handa viđ kvöldverđinn. Yann Tiersen lék undir - hljómskífan úr kvikmyndinni Amelie hefur sjaldan veriđ eins viđeigandi.

Steiktur kjúkling međ kantarellum og grilluđu camenbertgratíni

 

 kantarellur.jpg

Fyrst var ađ skera niđur sveppina - 300 gr af nýjum ilmandi kantarellusveppum -  ásamt einum gulum lauk og nokkrum rifjum af rósahvítlauk. Steikt í smá smjöri/olíu ţangađ til mjúkt og karmelliserađ. Saltađ og piprađ. Sett í skál. Kjúklingurinn er saltađur og piprađur og steiktur á sömu pönnu og sveppirnir ţangađ til hann hefur brúnast létt ađ utan. Glasi af Chablis hvítvíni var ţá bćtt á pönnuna - áfengiđ sođiđ út og leyft ađ sjóđa niđur um ţriđjung. Ţá er sveppum/lauknum bćtt aftur á pönnuna ásamt 300 ml af creme frais, tveimur matskeiđum af Dijon sinnepi ásamt meira salti og pipar.

 kjuklingur_1020594.jpg

Međ matnum gerđi ég einnig kartöflugratín. Niđursneiddar og flysjađar kartöflur voru lagđar í álpappír sem hafđi veriđ smurđur međ smá jómfrúarolíu. Setti á milli nokkrar sneiđar af camenbert osti, kannski 50-60 ml af rjóma, hvítvínsskvettu, smá mjólk, salt og pipar. Álpappírnum vafiđ utan um - međ smá gati á toppnum til ađ hleypa lofti út (ţannig sýđur vökvinn niđur og ţykknar). Ćtli gratíniđ hafi ekki fengiđ 5-6 kortér á grillinu. Ţađ var mikiđ spjallađ undir Chablis himninum og ţví tók eldamennskan ađeins lengri tíma. Ađ vera lengi ađ elda hefur líka aldrei drepiđ neinn!

Ađ sjálfsögđu fengum viđ síđan kalt og ţurrt ávaxtaríkt Chablis frá nćrliggjandi vínekru - Jean Marc Brochard Petit Chablis frá 2009. Ţvílíkt og annađ eins. Stemmingin var meiriháttar.

namminamm_1020595.jpg 

Bon appetit! 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Klikkađ Ragnar.  Hef lesiđ bloggiđ ţitt í langan tíma sem mikil áhugamanneskja um mat og vín og dáist alltaf jafn mikiđ af áhuga ţínum.

Góđa skemmtun í Frakklandi

Kv Hulda í UK

Hulda (IP-tala skráđ) 26.8.2010 kl. 11:38

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband