Þakkarblogg: Gleðilegt ár og farsælt komandi ár!

Ég vil nota tækifærið og þakka lesendum bloggsíðunnar minnar samferðina núna á árinu sem er að líða.  Þetta hefur verið sérstaklega ánægjulegt matarár þó að það hafi verið erfitt á öðrum sviðum heima á Fróni

Það hefur verið einstaklega ánægjulegt hversu margar heimsóknir síðan mín hefur fengið núna yfir hátíðirnar bæði hérna á miðjunni og moggablogginu. Ég vona að síðan sé öðrum innblástur - hún er mér það svo sannarlega! Fátt myndi þó gleðja mig meira en ef fleiri kæmu með athugasemdir, hugmyndir, gagnrýni, uppskriftir eða bara hvatningarorð.

Vona að næsta ár verði ánægjulegt í eldhúsinu! Brettum upp ermarnar þar - sem og öðrum sviðum!

Áfram Ísland! Gleðilegt ár og farsælt komandi ár! Skál!

img_0273.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Gleðilegt nýtt ár. Þakka samfylgdina á blogginu.

Við erum ekkert dugleg að kvitta.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.1.2010 kl. 00:38

2 identicon

Sæll og Gleðilegt ár.

Ég hef lesið síðuna þína reglulega og skrifað einu sinni í gestabókina.  Einnig prófaði ég kjúklinginn með hvítlauknum sem heppnaðist mjög vel.  Ég vona að hangikjötið í nýja reykofninum hafi heppnst hjá þér.  Móðir mín sem var meistarakokkur átti bókina eftir Helgu Sigurðardóttur.  Þar kennir margra grasa.

Bestu kveðjur 

Ingibjörg

Ingibjörg (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 22:52

3 Smámynd: Rannveig Guðmundsdóttir

Gleðilegt ár! Hef alltaf mikið gagn og gaman af að lesa síðuna þína!

Rannveig Guðmundsdóttir, 8.1.2010 kl. 14:06

4 identicon

Sæll Ragnar,

Gleðilegt ár. Þú hefur oft verið nefndur á nafn þegar ég tala um mat eða þarf að segja fólki hvaðan þessi frábæra uppskrift sem ég hef boðið upp á er :) Ég segi alltaf að "ég eigi vin sem bloggar um mat, en hann veit reyndar ekki að hann er vinur minn" :) Hef prófað svo margar uppskriftir hjá þér að ég get ekki einu sinni talið þær upp. Allar eru þær gómsætar :) Síðast gerði ég risa hörpuskelina með smjörinu fræga og serrano skinkunni. Ég gerði hana fyrir 20 manns á gamlárskvöld og jeminn eini hvað hún tókst vel til og fólk ætlaði hreinleiga að missa sig :)

Takk fyrir frábæra síðu :)

Guðrún (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband