Í vetrarmyrkrinu rifjast upp sumarið: Grillaður skötuselur með saus hollandaise með kartöflum með dilli og einföldu salati

Ég byrja allar uppskriftir nánast á hefðbundinn hátt; þetta var einfaldur réttur og vissulega var hann það. Fiskurinn var lagður í fat og safa úr einni sítrónu kreist yfir, saltað, piprað, nóg af steinselju, skvetta af góðri jómfrúarolíu, nokkur smátt skorinn hvítlauksrif og svo smá skvetta af hvítvíni. Látið standa í ísskáp á meðan restin af matnum er undirbúinn – á rólegum nótum með hvítvínsglas í annarri og góða tónlist í loftinu. Grillið er síðan hitað vel og rækilega. Grillað í nokkrar mínútur á báðum hliðum þangað til að það var tilbúið. Passið ykkur að ofelda ekki fiskinn. Skötuselur verður ansi leiðinlegur þegar hann er ofeldaður, seigur og jafnvel gúmmíkenndur. Hvítlaukurinn og sítrónan gefur þessu alveg sérstaklega ljúffengt bragð. Sjá meira hérna...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Hlekkurinn vísar á þína eigin innskráningarsíðu - sést ekki fyrir okkur hin.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 10.12.2009 kl. 20:41

2 identicon

Leitt að þú yfirgefur mbl.is  Þakka þér fyrir skemmtilegar og fræðandi færslur. 

Gangi þér vel.

Auður Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 22:33

3 Smámynd: Ragnar Freyr Ingvarsson

Takk fyrir abendinguna um hlekkinn. Er buinn ad laga thad.

Mbk, Ragnar

Ragnar Freyr Ingvarsson, 11.12.2009 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband