Seyđandi kínverskt nautakjöt međ spínati og baunaspírum boriđ fram međ ljúfu hrísgrjónasalati og góđu rauđvíni

domkirkjan_i_mariestad_769317.jpgVar ađ koma úr hérađi á föstudagskvöldiđ. Átti leyfi í seinustu viku, gigtardeildin fer rólega af stađ eftir áramótin, og ţví brá ég mér í hérađ í Svíţjóđ. Fór til Mariestad sem er 25 ţúsund manna bćjarfélag sem liggur viđ Vanern vatniđ í Vestur Gautalandi í miđri Svíţjóđ. Ţetta var skemmtileg vika, mikiđ ađ gera í vinnunni - fjölbreytilegir sjúklingar - áhugavert. Mariestad er bćr međ tćplega 500 ára sögu. Einhver sem síđar varđ kóngur lagđi grunn ađ bćnum áriđ 1583. Ţarna er dómkirkja sem ţykir merkileg fyrir ţćr sakir ađ enginn er biskupinn sem ţjónar kirkjunni. Fór í nokkrar góđar gönguferđir í frostinu - nóg var kalt. Ţađ var mínus 16 ţegar ég kom. Ég hefđi átt ađ elda ţennan rétt ţegar ég kom í hérađ - hann er sterkur og bragđgóđur.

Bróđir minn var međ okkur um helgina. Hann snéri til baka frá Prag ţar sem hann var yfir áramótin međ vinum sínum. Ţetta var ţví kveđjumáltíđ fyrir hann. Hann fór á Fróniđ međ flugi núna í kvöld. Ţessi réttur er innblásinn af rétti sem fađir okkar gerđi nokkrum sinnum fyrir mörgum árum. Ţunnskorin nautavöđvi er steiktur í wok međ fersku grćnmeti og borinn fram međ hrísgrjónum og góđri soyasósu. Man í raun lítiđ hvernig ţessi réttur var gerđur, man ţó eftir bragđi og áferđ - náđi ekki í pabba fyrir matinn í gćr - ţannig ađ ég lét nćgja ađ hugsa til baka og reyna ađ skapa réttinn aftur eftir minni. marinering.jpgTókst ágćtlega held ég - allavega dćstum viđ öll sćllega ađ máltíđ lokinni. 

Ţegar ég segi kínverskt - ţá verđur ađ viđurkennast ađ ég hef ekki hugmynd hvađan ţessi réttur er kominn - hann er alltént innblásinn frá Austurlöndum, og ef mađur veđjar á eitthvert land ţá er ágćtt ađ veđja á ţađ land sem hefur flesta íbúa - eykur líkurnar á ţví ađ mađur hittir á rétt. 

Seyđandi kínverskt nautakjöt međ spínati og baunaspírum boriđ fram međ ljúfu hrísgrjónasalati og góđu rauđvínimarinering2.jpg

Fyrst er ađ huga ađ nautavöđvanum. Ég hafđi keypt entrecote í heilum bita á tilbođi fyrir nokkrum vikum. Skar í ţunnar sneiđar međ flugbeittum hníf og lagđi í skál međ nokkrum smátt söxuđum hvítlauksrifjum, einum smáttsöxuđum rauđlauk, einum smátt skornum chilli, vćnum slurk af soyasósu, smá skvettu af jómfrúarolíuolíu, smá hvítvínsediksletta,1 tsk engiferduft (átti ekki ferskt), handfylli af ferskri flatlaufssteinselju, salt og pipar. Ţetta fékk ađ marinerast í rúma klukkustund. Undir lokin setti ég svo hálfa dós af svörtum baunum saman viđ. 

Hefđi ég veriđ međ wok ţá hefđi ég ađ sjálfsögđu notađ wok. En ţar sem allt dótiđ mitt er ennţá á Íslandi var ađ láta duga ađ nota pönnuna sem viđ leigđum međ íbúđinni. Steikti hluta í senn og lagđi síđan í eldfast mót. Í lokin setti ég allar restarnar í skálinni, marineringuna, baunirnar, 2-3 handfylli af spínati, handfylli af baunspírum og fullt af steinselju á pönnuna og steikti í 2-3 mínútur. Blandađi svo saman viđ kjötiđ. Setti jafnframt handfylli af fersku spínati og baunaspírum saman viđ til ađ hafa ţetta ferskt og gott. 

so_i_af_ponnunni_hellt_a_rettinn.jpgHrísgrjónasalatiđ var einfalt. Smátt skornar gulrćtur, sellerí, laukur og hvítlaukur steikt á pönnu, nćst eru sođin hrísgrjón sett saman viđ og ţegar ţau hafa tekiđ lit er tveimur eggjum bćtt á pönnuna og hrćrt snöggt samanviđ. Saltađ og piprađ. Soyasósu bćtt samanviđ og svo smá sykri til ađ fá jafnvćgi. Steikt í smá stund. 

Međ matnum drukkum viđ Baron de Ley Rijoa frá 2003. Frábćrt vín - 100 prósent Tempranillo ţrúga, sem hefur fengiđ ađ ţroskast í tunnu í 20 mánuđi. Flösku í 3 ár. Spánskt vín frá ökrum Mendavia.  Ilmurinn af víninu minnti dökk ber, bragđiđ hvasst í byrjun, en eftir ađ hafa veriđ ţyrlađ í glasi varđ bragđiđ silkimjúkt, tannín og ávöxtur. Sem betur fer áttum viđ tvćr flöskur. Baron de Ley svíkur ekki frekar en fyrri daginn. 

rettur_a_bor_i.jpg


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus  Garđar Júlíusson

Sćll og gleđilegt áríđ....ég segi bara mmm vatn í munninn, hefđi alveg viljađ smakka ţennan rétt.

Júlíus Garđar Júlíusson, 11.1.2009 kl. 23:05

2 identicon

Sćll.

Vorum ađ klára síđasta bitann af ţessum himneska rétti. Takk fyrir frábćrar uppskriftir. Endilega gefđu út matreiđslubók.

Hrefna Hrólfsdóttir (IP-tala skráđ) 18.1.2009 kl. 19:34

3 identicon

Sćll ókunnunni bloggari,  takk fyrir ađ hleypa okkur inn í eldhúsiđ ţitt.

Prófađi ţennan rétt og bragđiđ var fullkomiđ,  var reyndar heppin međ afsláttar Filet,  nú eltir mađur tilbođin sem aldrei fyrr,  en góđur mađur sagđi ađ ţađ eina sem á ađ leyfa sér í kreppu er ađ njóta matar og drykkjar,  allt annađ má spara.

Anna María

Anna María (IP-tala skráđ) 8.2.2009 kl. 19:26

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband