Fljótleg fiskiveisla á grillinu; Chilimarineruđ hrefna og klausturbleikja

Viđ fórum í vikufrí í síđustu viku og eins og margir samlandar ţá tókum viđ stefnuna á Tenerife. Viđ gistum á ágćtu hóteli á amerísku ströndinni. Viđ bókuđum "allt innifaliđ" - eitthvađ sem viđ höfum aldrei gert áđur - ţvílíkur lúxus. Maturinn var fjölbreyttur og ljómandi góđur, víniđ var í góđu lagi og ekki gat ég kvartađ undan skorti á ísköldum bjór á sjóđheitum sumardegi. Ţetta var nákvćmlega fríiđ sem fjölskyldan ţurfti - viđ yfirgáfum varla hóteliđ - heldur lékum okkur viđ laugina, lásum bćkur, spiluđum borđtennis, skruppum í rćktina og marineruđumst í sólinni. Ég kom alltént endurnćrđur til baka.

 

Og ţađ var gaman ađ snúa aftur í vinnuna eftir stutt en ţó gott frí. Nýja bráđalyflćkningadeildin hefur fariđ ţađ vel af stađ ađ biđtími á bráđamóttökunni hefur minnkađ um 30-50%. Ţá hefur einnig tekist ađ útskrifa helming ţeirra sjúklinga sem leggjast inn á innan viđ tveimur sólarhringum - og ţađ án ţess ađ öryggi sjúklinga sé ógnađ. Ţađ er nú höfuđmáliđ - ađ ţeim batni eins og framast er kostur. Svo fékk ég einnig ómtćki afhent á Klíníkinni í Ármúla og ţađ mun hjálpa viđ ađ lyfta gigtarlćkningum á ennţá hćrra plan. Spennandi tímar sumsé.

 

En ţetta blogg er jú um mat - ţannig ađ viđ skulum snúa okkur ađ málefni dagins. Ţó ađ kjöt sé í uppáhaldi margra grillara ţá er gott ađ breyta út af og grilla eitthvađ annađ eins og t.d. fisk. Ţađ er fjöldi fisktegunda sem hentar ljómandi vel á grilliđ og kjöriđ ađ prófa sig áfram.

 

Ég hef lengi veriđ beggja blands varđandi hvalkjöt. Ţó ađ ég sé ţeirrar skođunar ađ viđ eigum ađ hafa ţann rétt ađ nýta auđlindir okkar međ skynsömum hćtti ţá virđast hvalveiđar okkar stuđa marga í alţjóđasamfélaginu. Ég hef ţví sveiflast fram og tilbaka í afstöđu minni til hvalveiđa í gegnum árin. En hvađ sem ţví líđur ţá varđ ég eiginlega ađ prófa ţegar ég sá ţessa myndarlegu hrefnusteik í borđinu hjá vinum mínum í Fiskbúđinni á Sundlaugaveginum.

 

Fljótleg fiskiveisla á grillinu; Chilimarineruđ hrefna og klausturbleikja

 

Og ţetta er leiftursnögg eldamennska.

 

300 g hrefnusteik

700 g klausturbleikja

50 ml soyasósa

2 msk fljótandi hunang

3 msk jómfrúarólía

2 hvítlauksrif

5 cm af engifer

1 rauđur chili

2 msk smátt skorin ferskur kóríander

salt og pipar

 

 

 

Hrefnusteikin er fallegur kjötbiti. Hún ilmađi eins og hafiđ - engin lýsisbrćla sem hún er svo oft sökuđ um.

 

 

Ég hellti soya sósunni yfir, ásamt hunangi, olíu, smátt skornu hvítlauksrifi, chili og engifer og ađ lokum salt og pipar.

 

 

Notađi helminginn af blöndunni á bleikjuna.

 

 

Svo var bara ađ grilla hrefnuna.

 

 

Og bleikjuna. Ég var ekkert ađ snúa flökunum - heldur lét ég rođiđ bara verja ţau frá ţví ađ brenna.

 

 

 

 

Notađi afganginn af marineringunni til ađ pensla kjötiđ. 

 

 

Ég náđi bleikjunni af í heilu međ ţví ađ renna henni af rođinu, sem hafđi festst viđ grilliđ.

 

 

 

Viđ bárum hrefnuna fram međ sođnum hrísgrjónum og salati. 

 

Svo áttum viđ einnig til opna flösku af ţessu ljómandi góđa hvítvíni - Gato Negro 9 Lives Reserve Sauvignion blanc. Ég smakkađi ţetta vín fyrst á vínkynningu í Marshallhúsinu fyrr í ţessum mánuđi. Ţetta er "premium" lína frá sömu framleiđendum sem framleiđa hiđ vinsćla Gato Negro vín - svarta köttinn - sem notiđ hefur mikilla vinsćlda í Skandinavíu. Ţetta er vín ilmar líflega af ávexti, sama á tungu, ţurr og stökkur ávöxtur - trópískur međ fínu eftirbragđi. 

 

 

Ţađ er rosalega gott ađ bera fram raitu - einfalda jógúrtsósu - međ ţessum rétti;

 

Klassísk raita

 

250 ml grísk jógúrt

1/2 agúrka

handfylli fersk mynta

1 hvítlauksrif

safi úr 1/2 sítrónu

1 msk síróp

salt og pipar

 

 

Raita er ofur einföld jógúrtsósa; Setjiđ jógúrt í skál og blandiđ saman viđ maukuđu hvítlauksrifi, smátt skorinni myntu, saxađri kjarnhreinsađri gúrku, sírópi, salti og pipar. Smakkađ til!

 

 

 

Ragga Lára var mjög ánćgđ međ matinn - og ţađ vorum viđ hin líka. 

 

Fljótleg fiskiveisla á grillinu í miđri viku. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af sex og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband