Grillveislan hefst: Lambarifjur međ myntu og hvítlauk, međ blómkálstabbouleah, haloumi og appelsínusalati og klassískri raitu

 

Ţađ var sko ástćđa til ađ fanga. Ţriđja bókin mín fór í prentun nú í vikunni. Ţađ vildi svo skemmtilega til ađ útgefendur mínir, Tómas og Anna Margrét, voru stödd í Englandi á bókamessu í London. Ţau skelltu sér í lestina og brugđu sér suđur til Brighton. Og ţađ var virkilega fallegur dagur. Svona dagur ţar sem mađur er viss um ađ ţađ sé komiđ vor og sumariđ er handan hornsins. Dagur ţegar mađur sér trén laufgast og ilmurinn í loftinu verđur eins og nýr og ferskur og ţađ léttir yfir öllu. 

 

Og ţegar ađ sólin skín á vorin hugsa ég bara um eitt - ađ grilla. Og sem betur fer var ég undirbúinn, ég hafđi haft rćnu á ţví ađ panta fullt af kolum, nýjan kolastartara og bursta frá Weber ţannig ađ ég var til í tuskiđ. Snćdís hafđi skellt sér til vina okkar hjá Bramptons Butcher niđri á St. George strćti og sótt lambakótilettur, rétt snyrtar, svo ađ beiniđ var skafiđ og minnti á sleikipinna - lambasleikjó - ekki slćmt ţađ! 

 

 

Grillveislan hefst: Lambarifjur međ myntu og hvítlauk, međ blómkálstabbouleh, haloumi og appelsínusalati og klassískri raitu

 

Hráefnalisti

 

Fyrir 10

 

Lambiđ

2,3-2,5 kg lambakótilettur

4 msk jómfrúarolía

6 hvítlauksrif

handfylli mynta

salt og pipar

 

Blómkálstabbouleh

1 blómkálshöfuđ

1 rauđlaukur

1 papríka

1 kúrbítur

2 tómatar

150 g fetaostur

handfylli steinselja 

handfylli kórínader

5 msk jómfrúarolía

safi úr heilli sítrónu

1 tsk broddkúmen

1 tsk kóríanderfrć

salt og pipar

 

Haloumi og appelsínusalat

100 g blandađ salat

300 g haloumiostur (hefur fengist í Melabúđinni)

2 gulrćtur

1 rauđlaukur

2 msk gulur maís

1 appelsína

1/2 rauđur chili

jómfrúarolía

salt og pipar

 

Klassísk raita

250 ml grísk jógúrt

1/2 agúrka

handfylli fersk mynta

1 hvítlauksrif

safi úr 1/2 sítrónu

1 msk síróp

salt og pipar

 

 

 

Ţađ er fátt betra en ađ geta eldađ úti í sólinni. 

 

 

Allt lítur betur út í sólarljósi! Falleg fersk mynta!

 

 

Pensliđ lambarifjurnar međ olíu og nuddiđ maukuđum hvítlauk, myntu, salti og pipar í kjötiđ.

 

 

Blússhitiđ grilliđ.

 

 

Svo er bara ađ skella lambarifjunum á grilliđ. Ţađ er mikill hiti á grillinu ţannig ađ ţađ ţarf ekki langan tíma til ađ brúna lambiđ ađ utan. Ég sneri ţví reglulega til ađ ţađ myndi ekki brenna. Ţegar ţađ voru komna fallega rendur á kjötiđ var ţađ sett til hliđar og látiđ eldast á óbeinum hita í nokkrar mínútur.

 

 

Lambiđ var svo sett á bretti og skreytt međ meira af ferskri myntu og smárćđi af smátt skornum rauđum chili.

 

 

 

Raita er ofur einföld jógúrtsósa; Setjiđ jógúrt í skál og blandiđ saman viđ maukuđu hvítlauksrifi, smátt skorinni myntu, saxađri kjarnhreinsađri gúrku, sírópi, salti og pipar. Smakkađ til!

 

 

Og ţá er ţađ blómkálstabbuleah. Rífiđ blómkáliđ í matvinnsluvél ţannig ađ ţađ minni á hrísgrjón og setjiđ á disk. Skeriđ allt grćnmetiđ niđur í smáa bita og rađiđ ofan á. Skreytiđ međ kryddjurtum og myljiđ ostinn yfir. Dreifiđ olíunni og sítrónusafanum. Saltiđ og pipriđ. Ristiđ kóríanderfrćin og broddkúmeniđ á ţurri pönnu, maliđ í mortéli og dreifiđ yfir. Blandiđ öllu lauslega saman. 

 

 

Og loks salatiđ. Setjiđ grćnu laufin á disk. Rífiđ gulrćturnar međ skrćlara og leggiđ ofan á. Sneiđiđ haloumiostinn og grilliđ í skotstund ţannig ađ ţiđ fáiđ fallegar rendur og rađiđ ofan á. Flysjiđ appelsínuna og skeriđ í bita og rađiđ ofan á ásamt gulu baununum og chilipiparnum. Sáldriđ smárćđi af jómfrúarolíu yfir. Saltiđ og pipar 

 

 

 

Ţar sem veriđ var ađ fagna drukkum viđ ţennan dásemdarsopa. Baron de Ley Siete Vinas Reserva frá ţví 2007. Ţetta vín er frá Spáni og er frábrugđiđ ađ ţví leyti ađ ţađ er blanda úr sjö mismunandi ţrúgutegundum. Og eftir ţví sem ég komst nćst ţá er ţađ blandađ bćđi ú rauđvíns- og hvítvínsţrúgum. Bragđiđ verđur ţví dáldiđ margslungiđ en á sama tíma ljúffengt međ tannínum, dökkum berjum og kryddi og góđu eftirbragđi.

 

 

Bon appetit!

 

Grillveislan er ađ hefjast.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband