Marókósk matarveisla á Walpole Road; Langeldađur lambaframpartur, myntu- og grćnbaunahummus, harissasósa, gufusođiđ grćnmeti međ sítrónuolíu - jibbí

 

Síđastliđnir dagar hafa veriđ viđburđarríkir. Síđustu helgi ókum viđ feđginin, táningurinn og ég, til Svíţjóđar ţar sem bíllinn var seldur, ég sagđi upp í vinnunni í Lundi og tćmdi skrifstofuna. Á miđvikudaginn var húsiđ svo selt á ágćtu verđi og viđ gátum andađ léttar. Svo fékk ég stöđuhćkkun í vinnunni minni og mun verđa Interim Clinical Director og hjálpa til ađ ţróa starfsemina áfram og ađstođa viđ ađ finna eftirmann. Svo erum viđ ađ leggja síđustu drög á bókaskrif og ţađ er ákaflega spennandi ađ sjá bókina verđa til. Hún kemur út í vor og ég hlakka svo sannarlega til ađ sýna ykkur hana - ég er ákaflega stoltur af ţessari bók!

 

Konunni minni líđur vel í náminu og börnin eru ađ lćra ađ verđa Englendingar ţó ađ ţađ sé ekki nema til skamms tíma. Sú yngsta er meira ađ segja orđin altalandi á ensku, syninum líđur vel og spjarar sig vel í skólanum. Táningurinn hefur tekiđ stórstígum framförum í skólanum og viđ hjónin erum afar stolt af ţeim! Ţađ er spennandi ađ sjá ţau takast á viđ andbyr og ná ađ sigra!

 

En ađ matnum. Ég er afar hrifinn af matargerđ í Norđur Afríku og ţá sérstaklega af marókóskum mat. Ég veit ţó ekki hvort Marókkóbúar myndu kannast viđ ţessa rétti - en ţetta er alltént mín túlkun á ţví sem ég hef lesiđ í matreiđslubókum, kannađ á netinu og séđ í matreiđsluţáttum.

 

Marókósk matarveisla á Walpole Road; Langeldađur lambaframpartur, myntu- og grćnbaunahummus, harissasósa, gufusođiđ grćnmeti međ sítrónuolíu - jibbí

 

Fyrir sex til átta

 

1 lambaframpartur

1 tsk broddkúmen

1 tsk kóríander

1 tsk papríkuduft

salt og pipar

1 laukur

2 sellerístangir

2 ţurrkađir chili

1 hvítlaukur

 

3 kúrbítar

5 gulrćtur

3 msk jómfrúarolía

safi úr heilli sítrónu

1 tsk fersk mynta.

salt og pipar

 

2 handfylli blandađar baunir

1 handfylli blandađ salat

50 g fetaostur

1/2 rauđur chili

15 valhnetuhelmingar

safi úr hálfri sítrónu

2 msk jómfrúarolía

salt og pipar

 

6 msk grísk jógúrt

2 tsk harissa

1 msk hlynsíróp

salt og pipar

 

150 ml hummus

100 g petit pois (ferskar frosnar baunir)

2 msk fersk mynta

safi úr hálfri sítrónu

salt og pipar

 

 

 

Ţađ er afar auđvelt ađ útbúa nuddiđ á kjötiđ. Ég ristađi broddkúmen og kóríanderfrć á pönnu í nokkrar sekúndur. Fćrđi síđan yfir í mortél og steytti međ papríkudufti, salti og pipar.

 

 

Ţađ liggur í augum uppi ađ kalla ćtti kryddblönduna, einhverslags nudd - ţađ er lýsandi um hvađ á ađ gera viđ hana. Nudda henni inn í kjötiđ! Byrjiđ á ţví ađ nudda olíu inn í kjötiđ, svo kryddnuddinu sjálfu!

 

Slátrarinn sem ég versla viđ, Paul Brampton, sá um ađ úrbeina frampartinn og binda hann inn í svona klump. Lambakjötiđ var fengiđ frá bóndabć rétt utan viđ Brighton, en borgin er umlukin grćnum landbúnađarsvćđum sem sum kallast The Downs. Ég ferđast um ţessi svćđi á hverjum degi á leiđinni í og úr vinnu í Eastbourne.

 

Ég setti kjötiđ inn í 160 gráđu heitan ofn í fjóra tíma eđa svo. Var svo klárađ undir grillinu í nokkrar mínútur til fá fallegan lit á hjúpinn. 

 

 

Harrissusósan er eins einföld og hugsast getur. Tveimur teskeiđum af harsissa er blandađ saman viđ svo sem sex matskeiđar af grískri jógúrt. Smakkađ til međ hlynsírópinu, salti og pipar.

 

 

Eiginlega allir stórmarkađir í grenndinni hér selja ferskar kryddjurtir fyrir lítin pening. Eitt búnt af myntu fćr mađur fyrir 120-150 krónur. Eins og gott ađ njóta ţess međan mađur getur! 

 

 

Ţađ er fljótlegt ađ gera hummus. Hérna er hlekkur á grunnuppskriftina. Ég sauđ baunirnar í söltuđu vatni í ţrjár mínútur, hellti vatninu frá og maukađi svo myntuna saman viđ baunirnar međ töfrasprota. Hrćrđi svo hummusnum saman viđ. Kreisti sítrónusafa saman viđ og saltađi og piprađi eftir smekk. 

 

 

Fyrir salatiđ var bara ađ leggja blönduđ lauf á disk. Sjóđiđ baunirnar í nokkrar mínútur í söltuđu vatni og látiđ kólna. Leggiđ svo ofan á salatiđ. Myljiđ fetaost yfir ásamt ţurrristuđum valhnetumkjörnum. Skeriđ chili niđur smátt og dreifiđ yfir. Kreistiđ safa úr hálfri sítrónu yfir og sáldriđ jómfrúarolíu jafnt yfir salatiđ. Saltiđ og pipriđ.

 

 

Skeriđ gulrćtur niđur í munnbitastóra bita. Hitiđ hálfan lítra af kjúklingasođi í potti og leggiđ gulrćturnar í sigti í pottinn. Gufusjóđiđ í 15 mínútur. Bćtiđ svo gróft skornum kúrbítnum í grindina og sjóđiđ áfram í 10 mínútur. Setjiđ í skál. Helliđ tveimur til ţremur msk af sođinu yfir, svo jómfrúarolíu, sítrónusafa, saltiđ og pipriđ og skreytiđ ađ lokum međ ferskri myntu. 

 

 

Svo er bara ađ leggja á borđ. Látiđ kjötiđ hvíla í 15-20 mínútur áđur en ţađ er skoriđ. Ţađ verđur mun safaríkara fyrir vikiđ. 

 

 

Lungamjúkt og dásamlega ljúffengt. 

 

Bon appetit!

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband