Alpablogg; Alparif með karmellisseruðu hvítkáli og fersku timíani

Skíðafríið okkar er nú hálfnað. Við höfum skíðað nú í sex daga (eigum þrjá daga eftir) í frábæru færi í dásamlegu veðri. Nær allir í essinu sínu - nema hvað faðir minn er hálf svekktur yfir því að ná ekki að skíða sökum meins í hné sem okkur gengur ekki að hemja. Hann náði samt hálfum degi um daginn og virtist nokkuð glaður. Vona samt að hann nái að skíða aðeins meir! Eins og fram kom í síðustu færslu þá erum við á Skihotel Speiereck. Hér erum við í áttunda sinn - og þetta er alltaf eins og að koma heim til sín!

 

 

 

Við erum umkringd vinum, ættingum og kunningjum. Mamma og pabbi eru hérna, bróðir minn. Sverrir og Bryndís og strákarnir þeirra. Signý Vala og Þórir og dóttir þeirra, Hrafnhildur. Þá eru líka vinir okkar frá Svíþjóð, Per-Åke og Latifa og krakkar, Gunilla og Hans og sameiginlegu grísirnir þeirra. Svo eru líka margir kunningjar frá fyrri ferðum, Óli og Íris, Jakob og Guðbjörg og Haukur og Hjördís og svo krakkaskarinn þeirra! Fullt hús af góðu fólki! Á næsta hóteli eru svo vinir okkar Sverris og Bryndísar úr Menntó; Sara Hlín og Davíð, Anna Helga og Kári með sín börn í farteskinu. Hérna er því fjör frá morgni til kvölds! Á myndinni hérna að ofan er ég við hliðina á Sverri, æskuvini mínum, en við höfum verið bestu vinir síðan við vorum fimm ára - 34 ár!

 

Og stemmingin á hótelinu er frábær. Umhverfið er dásamlegt - Doddi og Þurý, eigendur Skihótel Speiereck kunna sko að taka á móti manni. Haddi kokkur sér um að elda frábæran mat. Unglingarnir í hópnum fóru í dag í skíðaferð með Dodda og voru himinlifandi með daginn. Við skíðuðum í Speiereck í glampandi sólskini og áttum dásamlegan dag!

 

Skíðafrí er það besta sem til er!

 

Alpablogg; Alparif með karmellisseruðu hvítkáli og fersku timíani 

 

Ɂg kann vel að meta matseldina í austurrísku Ölpunum. Mérr finnst pylsurnar, sinnepið, snitselið, brauðið og bjórinn alger himnasending. Og einnig réttur sem líkistt þessum. Á einstaka veitingastofum í hlíðum fjallanna er hægt að kaupa ljúffeng langelduð svínarif. Þetta er uppskrift sem birtist í bókinni minni sem kom út fyrir síðustu jól - Veislunni endalausu, og með svona mat á borðum er veislan auðvitað ljúffeng!

 

Mér hefur ekki tekist að setja saman nákvæmlegaa sömu uppskriftina en þetta er mín túlkun. Hugmyndinni að hvítkálinu stel ég frၠtengdaföður mínum, en það passar einkar vel með þessum réttii.

 

Fyrir sex til átta

 

2 1/2-3 1/2 kg svínarif

salt og pipar

handfylli ferskt timían 

3-4 fersk lárviðarlauf 

1 hvítkálshaus 

100 g smjör 

1 msk hunangs-dijon-sinnep

 

 

 

1. Sneiðið hvítkálið gróft og steikið í heitu smjörinu þar til það fer að taka á sig lit. Raðið í ofnpott.

 

 

2. Skerið svínarifin í sneiðar með því að skera aá milli rifjanna, saltið og piprið og veltið upp úr fersku timíani.

 

Vel krydduð með salti og pipar og nóg af timian.

 

 

3. Bætið lárviðarlaufunum í pottinn og tyllið svo svínarifjunum ofan ၠhvítkálið.

 

 

4. Hafið lok á ofnpottinum og setjið í 175°C forhitaðan ofn í tvær til þrjár klukkustundir.

 

5. Þegar kjötið er tilbúið (farið að detta af beinunum) er það fært yfir ၠofnplötu og penslað með sinnepinu. Bakið aftur í fimm til tíu mínútur, rétt til að bræða sinnepsgljánn.

 

 

Raðið hvítkálinu í skál og berið fram með rifjunum ásamt léttu salati.

 

 

 

Þetta er sko ljúffengur matur! 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband