Valdís eldar: Paneng gai - kjúklingur í kókós- og rauđ-karrísósu međ hrísgrjónum

 

Valdís Eik, frumburđurinn minn, tók ađ sér eldamennskuna nú á fimmtudaginn var og sló í gegn međ ţessum frábćra rétti. Viđ vorum mikiđ ađ skođa uppskriftir á netinu ţann daginn og hún sýndi mér fjölda uppskrifta sem henni fannst koma til álita. Hún valdi svo eina uppskrift sem hún vildi styđjast viđ.

 

Og hún sá mestmegnis um eldamennskuna sjálf. Ég var ţarna bara til stuđnings og til ađ hreinsa undan. Öllum góđum kokkum líđur betur vitandi af vökulu auga ađstođarkokksins!

 

Og ég verđ ađ viđurkenna ađ ég var alveg ađ rifna af stolti. Ekki bara reyndist rétturinn vera alveg dásamlegur á bragđiđ heldur dáđist ég líka ađ hrćđsluleysi dótturinnar viđ ađ prófa sig áfram međ eitthvađ sem hún var ekki alveg viss um hvađ vćri, né hvernig ţađ myndi ađ lokum smakkast. Hún vissi bara ađ hana langađi í eitthvađ međ tćlenskum keim.

Valdís eldar: Paneng gai - kjúklingur í kókós- og rauđ-karrísósu međ hrísgrjónum

 

Handa fjórum til sex

 

Hráefnalisti

 

4 kjúklingabringur

2 gulir laukar

1 grćn papríka

1 rauđ papríka

1/2 blómkálshöfuđ

2 hvítlauksrif

5 cm engifer

2 dósir kókósmjólk

3 msk rautt karrímauk

3 msk mangóchutney

handfylli fersk basilíka

 

 

 

Valdís byrjađi á ţví ađ undirbúa eldamennskuna međ ţví ađ skera niđur allt grćnmetiđ. Laukurinn, hvítlaukurinn og engiferin var skoriđ smátt og sett til hliđar. Papríkan var kjarnhreinsuđ og skorin í grófa bita. 

 

 

Kjúklingabringurnar voru sneiddar niđur í munnbita stóra bita, saltađir og piprađir og steiktir í smárćđi af jómfrúarolíu. 

 

 

Blómkáliđ var einnig hlutađ niđur í munnbitastóra bita.

 

 

Ţá byrjađi Valdís á sósunni. Hún hitađi olíu á pönnu og steikti hvítlaukinn, laukinn og engiferiđ í nokkrar mínútur. Saltađi og piprađi. 

 

 

Ţađ er ađ sjálfsögđu hćgt ađ gera sitt eigiđ karrímauk en Valdís vildi fara einföldu leiđina fyrst áđur en lagt var í meiri stórframkvćmdir!

 

 

Ţrjár matskeiđar á pönnuna međ lauknum. Blandađ vel saman. 

 

 

Ţá var kókósmjólkinni hellt saman viđ og hrćrt vandlega. 

 

 

Ţađ var um ţetta leyti sem viđ fegđinin áttuđum okkur á ţví ađ ţađ vćru engar líkur á ađ hćgt vćri ađ koma öllum matnum fyrir á pönnunni, ţannig ađ ţessu var hellt yfir. 

 

 

Hleyptum upp suđunni og suđum niđur sósuna um ţriđjung. Saltađ og piprađ. Grćnmetinu var svo bćtt saman viđ. Blandađ vel saman.

 

 

Nćst var kjúklingnum bćtt útí sósuna og fékk hann ađ krauma í 10 mínútur svo hann og grćnmetiđ yrđi eldađ í gegn. Mangó Chutney-inu var síđan hrćrt saman viđ.

 

 

Eitt búnt af basil var síđan hökkuđ smátt og bćtt út í sósuna rétt áđur hún var borin fram. 

 

 

Ég veit ekki um ykkur en mér finnst ţetta vera einkar fallegur réttur.

 

 

Međ matnum deildum viđ hjónin ţessu ljúffenga hvítvíni. Tommasi Le Rosse Pinot Grigio frá ţví 2012. Ţetta er ítalskt vín frá Sant'Ambrogio dalnum í Valpolicella. Ţetta er ferskt vín međ talsverđum sítrónu- og jafnvel hunangskeim, ţurrt međ mildri sýru. Ég sá á netinu um daginn ađ ţetta vín hefđi hlotiđ Gyllta glasiđ ásamt nokkrum öđrum vel völdum vínum!  Mér fannst ţetta vín passa stórvel međ ţessum rétti. 

 

 

 

Njótiđ vel!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband