Dásamleg Porchetta Italiana međ smjörsteiktu fennel og svínasođsósu

Ţetta er uppskrift úr bókinni minni sem kom út fyrir jólin. Ţađ eru margar ljúffengar uppskriftir í bókinni en ţessi er í sérstöku uppáhaldi! Ég er búinn ađ elda hana nokkrum sinnum síđan bćđi međ og án svínalundarinnar - og ég lofa ađ hún gerir gćfumuninn!

 

Ég fékk hugmyndina ađ ţví ađ elda ţennan ótrúlega ljúffenga rétt ţegar ég heimsótti slátrarann í Saluhallen í Lundi. Ţar sá ég upprúllađa svínasíđu og í gegnum bitann var stungiđ skilti sem á stóđ PORCHETTA. Og ţetta hafđi ég ekki séđ áđur! Ég var reyndar á höttunum eftir einhverju öđru en nokkrum dögum síđar lagđist ég í heimildavinnu um ţennan stórgóđa rétt og varđ spenntur – enda eiginlega ekki annađ hćgt. Uppskriftina setti ég saman eftir ađ hafa viđađ ađ mér upplýsingum héđan og ţađan af netinu og úr skruddunum mínum. Og ég varđ ekki svikinn. Ég fór nćstum ţví ađ gráta ţegar ég smakkađi ţennan rétt í fyrsta sinn. Nú gćti ég hreinlega hćtt ađ elda – hátindinum vćri náđ.

 

Dásamleg Porchetta Italiana međ smjörsteiktu fennel og svínasođsósu


3 kg svínasíđa

1/2 kg svínalund

börkur af einni sítrónu

3 msk jómfrúarolía

3 msk marsala-vín

1 msk fennelfrć

2 msk hökkuđ salvía

2 msk hakkađ rósmarín

salt og pipar

2 greinar rósmarín

Mirepoix (laukur, sellerí og gulrćtur)

 

3 fennelhausar

 

 

Skoliđ af svínasíđunni og ţerriđ. Skeriđ í puruna eđa fáiđ kjötkaupmanninn til ađ afgreiđa ţađ fyrir ykkur.

 

 

 

Flysjiđ utan af einni sítrónu – takiđ bara börkinn en ekki hvíta lagiđ ţar sem ţađ er biturt á bragđiđ. 

 

 

Nuddiđ marsala-vínínu inn í kjötiđ, ţví nćst olíunni og svo öllu kryddinu og sítrónuberkinum. 

 

 

Leggiđ síđan svínalundina á miđja síđuna og rúlliđ henni saman. 

 

 

Bindiđ saman međ ţrćđi og leggiđ rósmarín undir bandiđ. 

 

 

Bakiđ viđ 170 gráđur í 3-4 klukkustundir á beđi af mirepoix (laukur, sellerí og gulrćtur).

 

 

 

Beriđ fram međ t.d. smjörsteiktu fennel og einfaldri sođsósu gerđa úr svínasođi sjá bls. 315.

 

 

Skeriđ fennel niđur í sneiđar og steikiđ í 100 g af smjöri viđ lágan hita ţangađ til ađ hann hefur tekiđ fallegan gullinn lit og smakkast og ilmar dásamlega! 

 

 

 

Seinast ţegar ég var međ ţetta á borđum drakk ég ţetta ljúffenga vín međ Monte Garbi Ripasso frá ţví 2010. Monte Garbi Ripasso frá ţví 2009. Ţetta vín er gert úr blöndu ađ ţremur mismunandi ţrúgum međ Corvína ţrúguna í ađalhlutverki. Víniđ er framleitt á ekrum í  kringum Feneyjar. Og ţetta er sannarlega gott vín, dökkt í glasi, ilmur af dökkum ávexti og er kraftmikiđ og bragđgott. Ţetta vín sveik ekki áđur og gerđi ţađ heldur ekki í ţetta sinniđ. Get hćglega og vandrćđalaust mćlt međ ţessu víni. 

 

 

Núna er sko kominn tími til ađ njóta!

 

Veriđ ávallt velkomin á síđuna mína á Facebook! The Doctor in the Kitchen


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţetta er svo girnilegt ađ mađur nánast slefar, svo lćkkert sem ţađ nú er.

En vćri hćgt ađ nota eitthvađ annađ en marsalavín?

Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráđ) 15.2.2014 kl. 22:45

2 identicon

Nú erum viđ búin ađ prófa og erum svolítiđ á báđum áttum međ útkomuna, fannst fennikubragđiđ ađ kjötinu allt of ráđandi og steikingartíminn of langur, reyndar viljum viđ hafa svínakjöt rósbleikt svo ţađ liggur nú örugglega í ţví.

Viđ erum hins vegar ákveđin í ađ prófa ţetta aftur, ţá međ kryddfyllingu

ţar sem hvítlaukur, smávegis rauđlaukur, parmesan og sítróna verđur í ađalhlutverki,

ásamt ađ sjálfsögđu góđum, svörtum og nýmöluđum pipar. Ţá held ég jafnvel ađ ég myndi heldur nota rauđvín en marsalavíniđ.

Samt gaman ađ prófa ţetta, alltaf gaman ađ fara út fyrir rammann!

Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráđ) 5.3.2014 kl. 13:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband