Er hægt að gera hollt "Mac and cheese"? Gómsæt útgáfa með blómkáli og púrrulauk!

Makkarónur með osti er ákaflega vinsæll réttur vestanhafs og telst til svokallaðs "comfort food". Slíkur matur er yfirleitt hlaðin kolvetnum og oftast gerður með miklu smjöri og rjóma og er eftir því... oftast ári góður. Vermir sálina en hýðir síðuna! Þessi réttur er tilraun til að gera holla útgáfu af þessum ágæta rétti. Og svei mér þá ég held að það hafi bara tekist. Ekki það að hann hafi verið ostlaus - því fer fjarri, en!...en það fór ekki arða af smjöri eða rjóma í réttinn og bara lítilræði af mjólk!

Þessa blómkálssósu bjó ég til um daginn þegar við gerðum grænmetislasagna. Og í stað þess að búa til bechamél sósu (ein af móðursósunum; gerð úr smjöri, hveiti og mjólk) gerðum við sósu sem svipaði til þess sem við gerðum í kvöld. Þessi réttur er líka sannarlega í anda manifestósins sem var sett í upphafi mánaðarins. 

Er hægt að gera hollt "Mac and cheese"? Gómsæt útgáfa með blómkáli og púrrulauk!

Fyrst var að setja tvo potta með söltuðu vatni og hita að suðu. 400 gr af blómkáli var skorið í bita og soðið þar til mjúkt - kannski í 8-10 mínútur. Á sama tíma var penne pasta soðið þar til al dente. Þegar blómkálið var tilbúið var það sett í skál, smá skvetta af pasta vatninu bætt við, 150 ml af mjólk, salt og pipar - nóg af því og þeytt saman með töfrasprota. 150 gr af rifnum cheddarosti er bætt saman við.

2-3 msk af kröftugri hvítlauksolíu er dreift í eldfast mót, pastað sett ofan í og blómkálsostasósan hrærð saman við ásamt heilum niðurskornum púrrulauk. Smávegis af rifnum osti er sáldrað yfir. Bakað í þar til osturinn verður gullinnbrúnn. Borið fram með brauðhleif og einföldu salati.

macandcheese 

Bon appetit.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband