Smá innskot: Kjúklingur í creme fraiche, dijonsinneps og sveppasósu - Frakkland heimsótt aftur!

Ég verð bara að vekja athygli á þessari uppskrift aftur. Þið, sem lesið þessa pistla, verðið að prófa þetta.  Ég gerði þennan rétt fyrst í Frakklandi núna í ágúst og varð himinlifandi. Við fjölskyldan vorum í húsbílaferð eins og fram kom á blogginu mínu á þeim tíma. Við gistum eina nótt rétt fyrir utan smábæinn Chablis á fallegri vínekru. Við höfðum stoppað við í bænum og keypt í matinn og úr varð þessi dásamlegi réttur. Gerði þennan rétt aftur í gærkvöldi. Og hann var svo góður að ég verð bara að minnast á það. Good god damn! Sumt bara verður að nefna oftar enn einu sinni! 

Smá innskot: Kjúklingur í creme fraiche, dijonsinneps og sveppasósu - Frakkland heimsótt aftur!

Fyrst var að skera smátt heilan hvítan lauk, 3-4 hvítlauksrif og steikja í smá olíu, salta og pipra - þangað til að það er mjúkt og glansandi.ca. 5-8 mínútur. Bæta svo niðursneiddum skógarsveppum (eða hvaða sveppum sem er), ég bætti einnig við þurrkuðum kóngasveppum sem höfðu verið endurvatnaðir (passa að geyma vatnið). Steikja sveppina um stund og leggja síðan til hliðar. Bæta olíu á pönnuna og hita. Þvoði kjúklingabringurnar, þurrkaði, saltaði og pipraði og brúnaði síðan á báðum hliðum. Hálft glas af hvítvíni - áfengið soðið af. Síðan bætti ég sveppnum/lauknum saman við. Síðan 3 msk af Edward Falliot dijon sinnepi (keypt í Dijon - annars hvaða franskt Dijon sem er - Maille er líka gott), 400 ml af creme fraiche og svo vökvanum af sveppunum. Saltað og piprað. Soðið í 15-20 mínútur. Skreytt með smá steinselju. 

Borið fram með hrísgrjónum, einföldu salati og hvítvínstári. Setjast niður og njóta.

namminamm_1020595.jpg 

Bon appetit!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll og takk fyrir skemmtilega matarpistla!

Ég ætla að búa til þennann girnilega rétt, lítur æðislega út. En ég var að spá hvað ég ætti að nota í staðin fyrir Creme Fraiche?.. Er það bara venjulegur sýrður rjómi eins og fæst á Íslandi? Væri þá ekki best að nota full fat útgáfuna, þessa 18%...? 

Helena (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 16:18

2 Smámynd: Ragnar Freyr Ingvarsson

Sæl Helena.

Ætli það væri ekki best að nota, full fat, eins og þú nefnir. Athugaðu bara að íslenskur sýrður rjómi er ansi súr, það gæti þurft að sæta hann með einhverju handhægu eftir smekk.

Njóttu vel - þetta er alveg frábær réttur!

mbk, Raganr

Ragnar Freyr Ingvarsson, 10.12.2010 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband