Heilgrillað lamb í frábærri götuveislu í Pukagrandanum - Gatufest i Pukgränden

img_1550.jpg

Í þessari færslu ætla ég að gera tilraun til þess að blogga á tveimur tungumálum. Ég tala orðið alveg ágætis sænsku svosum en það má margt bæta þegar ég skrifa - mjög margt. En með hjálp google þýðingarvélarinnar (www.translate.google.com) og vonandi yfirlestra nágranna minna (nýrra vina) ætla ég að reyna að gera grein fyrirþessari frábæru veislu sem við héldum í götunni núna á laugardaginn. Við hjónin vorum fengin ásamt öðrum til að vera með í skipulagsnefndinni sem við gerðum með glöðu geði. Ég hef fengið margar fyrirspurnir um að blogga á sænsku frá vinnufélögum og núna fannst mér tilvalið að prófa út af tilefninu.

I det här inläggetkommer jag att försöka blogga på två språk. Mitt eget - och på svenska. Ärligt talad så pratar jag rätt så hyfsad svenska men min skrivande skvenska er heltkass. Men - med hjälp av Googleoversättningverktyget (www.translate.google.com) och förhoppningsvisoverläsning av mina grannar (och nya vänner) hoppas jag att jag kan beskriva denna underbara kalas vi höll på vår gata nu i lördags.  Min hustru och jag ombads att delta i planeringskommittén som vi gjörde med glädje. Jag har fått några frågor om att börja att blogga på svenska från mina kollegor och jag tyckte att nu var de dags att prova -framföralt pga detta fina tilfälle.

img_2516.jpg
<!--[if !supportLineBreakNewLine]-->
<!--[endif]-->

Það voru nágrannar okkar hérna ofar í götunni sem voru forsprakkarnir að veislunni; Ulrika í númer 18 og svo Signe í 20. Þau fengu til liðs við sig, Olof úr ellefunni. Hrund í fimmunnivar fengin í teymið og allt fór á flug! Olof var úthlutað að fara á stúfana og kanna hvað það kostaði að kaupa inn atvinnugrillara til að sjá um matinn - það reyndist alveg fokdýrt! Snemma í vor spjallaði hann við Áskel í húsi númer 40 sem stakk upp á því að spara aurin og fá mig til að grilla ístaðinn. Ég lét hljóma eins og ég vissi hvað ég ætti að gera - natural born besserwisser!  Eina sem ég vissi fyrir víst var að þetta yrði meiriháttar gaman.

Det var våra grannar som initierade denna fina gatufest; Ulrika i nummer 18 och Signe i 20. De rekruterade Olof från elvan och Hrund i femman. Olof fick uppgiften att  kolla vaddet kostade att hyra en professionell grillare samt grejer - de visade sig attvara jåttedyrt. En söndagsmorgon tidigt i vår, pratade han med medÁskel i nummer 40 som tyckte att det skulle gå att spara pengar och foreslogatt få mig att att ta hand om grillet i stället. Jag lät som om jagvisste vad detts skulle innebära  - Natural Born besserwisser! Det enda jag visste for visso var att detta skullevara riktigt kul. H

Snædís stjórnaði barnanefndinni og fékk nokkra krakka í götunni m.a. Valdísi, Gustaf í númer 20 og Kristinn í númer 5 til að hjálpa til. Hérna voru skipulagðir leikir, fótboltamót  og kýló, farið í fjársjóðsleik og svo var leigður hoppukastali. Þeir sem vildu voru einnig fallega andlitsskreytt. Dagurinn heppnaðist stórvel - börnin voru ánægð og foreldrarnir líka.

 img_1553.jpg

Snædís hjälpte till ibarnfestkommittén som innehöll några barn på gatan; vår dotter Valdís, Gustav från 20 och Kristinn i nummer 5. Detanordnades masser av olika spel, fotbolltävling, brännboll, skattejakt och vi åven  hyrde en hoppborg.Dagen var en rejäl succé - barnen varglada och de var föräldrarna också.

Við í skemmtinefndinniskiptum með okkur verkum. Signe sá um fjármál, Ulrika og Hrund sáu um skipulagningu og flest öll innkaup fyrir matinn, Olof reddaði stóru tjaldi sem og stólum og borðum og ég pantaði inn kjötið og hafði yfirumsjón með að reisa grillið. Þetta var sannkölluð samfélagsstemning og komu flestir að því að hjálpa til með einum eða öðrum hætti. Ég, Jón, Jónas og Áskell reistum grillið. Áskell, Valur í 44 og Patrick í númer 6 sáu um að taka það niður. Margir komu að því að reisa og fella tjaldið. Get ekki nefnt alla þar sem öll mín athygli fór öll í að setja upp þetta títtnefnda grill og hlúa að kjötinu.

Vi i festkommitténdelade på uppgifter. Signe var ansvarig för ekonomi,Ulrika tillsammans med Hrund tog ansvar att handla nästan all mat ochsamordna, Olof beställde ett stort tält och hämtade. Jag beställde kött ochdrycker och tog hand om att bygga grill. Allasamarbetade bra och flesta kom för att hjälpa till på ett eller annat sätt. Jag,Jón, Jónas och Áskell byggde grillet. Áskell, Valur ochPatrick tog ner de. Många deltog att slå upp tältet. De var ju såkert fleresom kom och hjälpte till - tyvärr kan jag inte nämna alla, eftersom allmin uppmärksamhet riktades mot grill, grilla kött och laga mat.

 img_1565.jpg

Víkjum þá að matseldinni- hún er nú það sem þetta blogg mitt gengur út á.

Men nu till matlagningen - det är vad den här bloggen handlar om!

Heilgrillað lambalæri í frábærri götuveislu íPukagrandanum -

Helgrillad lamm för en härlig gatufest på Pukagränden

img_1540.jpg

Ég hafði samband við slátrarann fyrir nokkrum vikum og lagði inn pöntun að lambinu. Við erum eiginlega farnir að þekkjast þannig að hann ætlaði að gá að því hvort að hann gæti skaffað eitthvað af græjum til að grilla lambið - snúningsteinn og opin tunna og svoleiðis. Því miður kom á daginn að áhöldin hans voru ónýt og því voru góð ráð dýr. Ég fór á stúfana á netinu og fann youtube myndband þar sem sýnd var sú aðferð sem við notuðum. Og nú kom að góðum notum að búa á byggingarsvæði. Við fengum lánað járnabindinganet og steina og reistum grillið sem sjá má á myndunum. Það tók ekki nema tvær klukkustundir að reisa grillið. Þegar nokkrir dugnaðarforkar koma saman er allt hægt.

Jagkontaktade slaktaren - Holmgrens - för några veckor sedan och lade innbeställning for lammet. Jag och slaktaren är nästan kompisar (jag handlar rättmycket och ofta hos Holmgrens - en riktigt bra affär) och hann lovade att kollaom han hadde utrusning for att helgrilla ett lamm. Tyvärr var de så att hans grejer var helt förstörda och då behövde vi akutlösningar. Jag kollade nätet direkt och hittadeett youtube video som visade metoden som vi till sluts använde.Och nu var detpraktiskt att bo på ett  byggplats! Vi ficklåna armeringsnät och stenar och byggde ett grill. Dettog bara två timmar att bygga den. När så många duktigagrabbar jobbar ihop är allt möjligt.

 img_0763.jpg

Lambið fékk ég svoafhent á föstudaginn. Samtals tuttugu og sjö kíló. Einn skrokkur og 3 læri. Keypti líka fjögur kíló af nautahakki til að búa til hamborgara handakrökkunum. Ég átti bala fyrir lærin en ekkert fyrir lambið. Fékk þennan fína bala lánaðan hjá Gustav í húsi númer 20 en hann er veiðimaður og hafði bala á reiðum höndum.

Lammet hämtade jag i fredags - tjugosju kilo i det hela. Ett helt lamm och tre lammstekar. Jag köpte också fyra kilo av nöttköttför att göra hamburgare för barnen. Jaghade en låda för lammstekarna men ingenting för lammet. Fick då låna en jåttestoroch fin låda lånade av Gustav från nr. 20 som är jagare och hade därför sonagrejer lättillgängliga.

img_1567.jpg

Ég gerði kryddlög fyrirlambakjötið. Tæpir tveir lítrar af jómfrúarolíu, átta heilir hvítlaukar,handfylli af bergmyntu og lofnargjörð (lavender), 2-3 handfylli af ferskristeinselju, ein krukka af timian, fullt af Maldon salti og fullt af nýmöluðumpipar. Blandaði vel saman og svo nuddaði með krafti inn í kjötið. Lambakjötiðvar svo sett ofan í bala, rauðvíni úr belju var svo hellt yfir, kannski líteryfir sjálft lambið og kannski 300 ml yfir lærin þrjú. Sett útí bílskúr og látiðstanda þar fram á næsta dag.

Jag gjorde kryddolja förlammet. Knappt två liter extra jungfruolja,åtta hela vitlökar, handfylla av mynta och lavendel, 2-3 handfylla av färskpersilja, en burk torkat timjan, massor av Maldon salt och massor av nymalatpeppar.  Blandas ihop och masseras med kraft in i köttet. Köttet var sedanlagt i lådan, röttvin hälldes över, kanske en liter på lammet och kanske 300 mlpå lammstekarna. Ställt ut i forrådet overnatt.

 img_2218.jpg

Um hádegisbil var grillið klárt og lambið var vírað niður á járnabindingarnar og um klukkan eitt var því komið á grillið. Því var svo snúið á 30 mínútna fresti (eða á milli bjóra). Lambið var penslað með olíunni í hvert sinn sem því var snúið. Um miðjan dag var svo stórum kartöflum í álpappír (af hverju ættu bakaðar kartöflur að heita bakaðar kartöflur áður en þær eru bakaðar - absurd) sett við hliðina á kolunum.

Efter lunchtiden vargrillen klar och lammet virat fast på armeringsnätet och placerades på grillen. Lammet vände vi på varje trettio minuter (eller mellan öl). Lammet var penslad med kryddolja varje gång den vändes om. Omkring tre-tiden var stora bakpotasisar (varför kallas bakpotatis, bakpotatis innan dom bakas? - absurd) placerad bredvid kolen.

img_2355.jpg

Ég gerði forrétt - réttara sagt fékk ég tvo nágranna til að gera mestu handavinnuna. Hörpuskel var vafin með beikoni og stungin með tannstönglum. Bræddi smjör á stórri pönnu, steikti hvítlauk og velti síðan hörpuskelinni upp úr heitu smjörinu. Síðan var hörpuskelin grilluð þar til beikonið var steikt. Sett á disk. 200 ml af hvítvíni, safa úr 2-3 sítrónum, salti og pipar er bætt á pönnuna og soðið upp eldsnöggt og síðan hellt yfir hörpuskelina. Skreytt með steinselju og dreift á meðal gesta.

img_2439.jpg

Jag gjorde förrätt ... rättare sagt fick två av mina grannar göra mest av arbetet. Pilgrimsmusslor sveptes med bacon. Smör var smält i en storstekpanna, sen stekte jag vitlök och sist pilgrimsmusslorna. Pilgrimsmusslorna grillades tills baconed var fårdigt stekt. Placerad på tallrik. 200 ml vittvin, saft av 2-3 citroner, salt och peppar satt på pannan och kokad ihopsnabbt, sedan hälld över musslorna. Dekorerades med persiljaoch creme de balsamico och fördelades ut mellan gästerna.

Jæja - Snúum okkur aftur að lambinu. Það var að sjálfsögðu penslað reglulega.

Men tillbaka till lammetsom var självklart penslat regelbundet med olja.

img_2100.jpg
<!--[if !supportLineBreakNewLine]-->
<!--[endif]-->

Með matnum bjó ég tilhefðbundna soðsósu. Steikti lambabeinin sem ég fékk hjá slátraranum, í ofni. Síðan voru beinin sett í pott með vatni, salti, pipar og lárviðarlaufum og soðið. Í öðrum potti steikti ég grænmeti; lauk, gulrætur, hvítlauk og sellerí í olíu, saltað og piprað. Þetta var steikt í kannski 20 mínútur, eða þar til alltvar orðið mjúkt og þá var því bætt saman við soðið. Þetta var látið krauma næstum allan daginn. Vatni var reglulega bætt saman við. Síðan var soðið síað í annan pott og soðið niður um þriðjung. Smjörbolla var útbúin í öðrum potti og sósan þykkt með henni. Saltað og piprað eftir smekk. Um hálfum lítra af rjóma var bætt saman við og soðið í 15 mínútur. Sósan var kraftmikil og góð. Með matnum var einnig borið fram salat; grænlauf, papríka, radísur, tómatar auk bakaðra kartaflna. Latifa í húsi númer 30 bakaði frábæra brauðhleifa!

img_2461.jpg

Jag gjorde sås til maten. Först rostade jag lammben, som jag fick av slaktaren, tills de blev bruna. Benen lade jag i en kastrull med vatten, salt, pepparoch lagerblad och kokade i ett par timmar. I enannan gryta stekte jag grönsaker; lök, morötter, selleri och vitlök i olja. Saltat och pepprat. Stekt kanske i tjugo minuter ellertills grönsakerna var mjuka, då blandade jag det med köttet. Kokad nästan hela dagen - vatten var tillagt regelbundet i fonden. Fonden var sedan filtrerat och lagt i en annan gryta. Kokt ned åtminstone  en tredjedel. I den tredje grytan gjörde jag roux (smöroch vetemjöl i jämne kvantititeter) och fonden piskat tillsamans med rouxen. Pepprat och saltat. Sirka halv liter av grädde var lagt till och låtit koka i 15 minuter. Såsen var kraftful och smakades bra. Med maten var också bjudit på sallad gjort av gröna blad, paprika, radiser och tomater samtbakpotatisar. Latifa från hus nummer 30 bakade fantastisk bra bröd for alla!

 img_2455.jpg

Þetta var í fyrsta sinnsem ég elda og borða sænskt lambakjöt. Það kemur bara á daginn að það er alveg fjári gott. Með þessu er ég ekki að segja að það sé betra en íslenska lambið. En það er sannarlega ekki verra.

Detta var första gångjag lagar och äter svenskt lammkött. De visade sig vära jättegott. De betyderinte att de er bättre en islänskt lammkött - absolut inte. Men de er absolutinte sämre heller!

img_2458_994413.jpg

Við átum, drukkum vín, hlógum, dönsuðum fram á nótt og eignuðumst helling af nýjum vinum. Þetta var frábær dagur. Takk fyrir mig og okkur öll.

Vi åt, drack vin, skrattade, dansade in i natten och skaffade många nya vänner. En helt fantastisk dag. Tack for mig och oss alla!

Hejdå och bon appetit. 

Ef þið viljið kíkja á miðjuna og sjá myndir og svoleiðis í meiri gæðum kíkið á þennan hlekk

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband