Kryddjurtir og grænmeti - garðrækt á fullri ferð; upplýst um verkefni sumarsins!

img_1463.jpg

Það var ljúft að sitja í garðinum í dag eftir vinnu, eftir erfiðan skvassleik (sem ég tapaði), með matreiðslubók í hönd og renna í gengum þær uppskriftir sem mig langar til að gera á næstunni. Það var hlýtt í dag, eiginlega fyrsti sumardagurinn, eitthvað yfir tuttugu stig og léttskýjað. Ég sat með bók Rick Stein í hönd - Mediterranian Escapes - sem reyndar er nokkra ára gömul, frábær alveg. Hvað er sumarlegra en uppskriftir sem eru innblásnar frá Miðjarðarhafinu. Ætli ég gera ekki eina þeirra um helgina! Nánar um það síðar.

Síðasta vika hefur verið einkar ljúf í Púkagrandanum. Foreldrar mínir, Lilja og Ingvar,  komu í heimsókn núna á fimmtudaginn í seinustu viku. Þau sluppu rétt inn á Kastrúp áður en honum var lokað vegna eldgosins í Eyjafjallajökli. Maður sér þetta fyrir sér sérstaklega dramatískan hátt - öskuþokan nagandi í stélið á flugvélinni sem rétt sleppur til lendingar áður en myrkt öskuregnið umlykur flugvélina...en mér skilst að það hafi verið heiðskýrt. Hvað um það!

Það var frábært að hafa þau hjá okkur - við vorum búin að sakna þeirra. Við lögðum okkur fram við að elda góðan mat handa þeim; fyrsta kvöldið var sætkartöflusúpa með heimagerðum súrdeigsbaguettum, á föstudagskvöldið heimagerðar flatbökur, á laugardagskvöldið vorum við með appelsínugljáðar andabringur, á sunnudag Pukgranden Fried kjúkling (bloggið er á leiðinni), á mánudag ofnbökuð þorskhnakkastykki, á þriðjudag ofnbakaðar kjúklingabringur með gorganzolasósu og í gær Spaghetti Carbonara. Við spjölluðum, hlógum, fórum í gönguferðir og lékum okkur. Þetta var frábær helgi! Mamma og Pabbi - takk fyrir okkur!

Sjá meira hérna....

img_1464.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Arnar

Sé að þú ert líka komin með kryddjurtirnar út! - ég plantaði mínum um síðustu helgi en þar sem það eru bara svalir hér eru mest notaðar "dvergaplöntur" eða dværgkarry, dværgtimian, dværgoregano, hvítlauksgraslaukur (er jú líka lítill) svo te-plantan romersk-kamille og svo aðal lambakryddið mitt sem var tekið í fullvaxta plöntu rosmarin.

Jón Arnar, 29.4.2010 kl. 20:38

2 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Hvernig finnur þú eiginlega tíma í þetta, námið þitt hlýtur að taka dágóðan tíma.  Ég hef reyndar engan garð, en er búin að venjast við að fá ferskar kryddjurtir á matinn minn þar sem ég vinn á veitingahúsi.  Það er spurning hvort ég geti holað niður hjá mér nokkrum sortum á þessum pínkulitla parti sem ég hef til umráða? Hverju ætti ég að sá? Rósmarín, oreganó, steinselju? Ertu með einhverjar hugmyndir?  Gangi þér vel við ræktunina.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 29.4.2010 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband