Fjölbreytilegt eggja"soufflé" í morgunsáriđ

 

Ég er kominn í eins og hálfsárs starfsleyfi frá gigtardeildinni í Lundi. Viđ munum flytja okkur ađeins um set og hafa vetursetu (og ađeins meira til) í Brighton á Englandi. Ţar stefnir Snćdís á framhaldsnám í sálfrćđi og ćtlar ađ auka á ţekkingu sína í hugrćnni atferlismeđferđ. Brighton ţekki ég ágćtlega ţar sem ég bjó ţar í eitt ár sem barn á međan fađir minn, Ingvar, var í meistaranámi viđ sama háskóla og Snćdís mun stunda sitt nám. Ég hef heimsótt borgina síđan ţá og höfum viđ heimsótt kollega minn, Roger Duckitt, nokkrum sinnum á síđustu árum.

 

Viđ munum semsagt flytja í lok ágúst og byrja nýtt líf ţar. Börnin munu fara í skóla í Brighton, viđ höfum ráđiđ íslenska Aupair sem kemur afar vel fyrir. Ég mun starfa sjálfstćtt sem ráđgjafi, kannski skrifa eitthvađ, áreiđanlega elda eitthvađ, vonandi huga eitthvađ af rannsóknum og alveg öruggulega lćra eitthvađ nýtt. Ég er alveg ákveđinn í ađ fara á matreiđslunámskeiđ, kannski hjá Hugh Fearnley Whittingstall í The River Cottage eđa hjá Rick Stein í Padstow. Kannski kem ég til Íslands í haust og held námskeiđ sjálfur í samstarfi viđ Salt eldhús. Hver veit hvađ framtíđin ber í skauti sér!

 

Fjölbreytilegt eggja"soufflé" í morgunsáriđ

 

 

Ég er afar hrifinn af eggjum. Egg eru nćstum ţví hinn fullkomni matur - ótrúlega fjölbreytt og međ eindćmum holl. Ég byrja nćstum ţví hvern einasta morgun međ ţví ađ snćđa egg, stundum bara steikt upp úr smjöri - "sunny side up", stundum "over easy", en oftast sem eggjahrćru og einstaka sinnum sem ommilettu. Veit varla betri leiđ til ađ byrja daginn!

 

Og fyrir ţá sem hafa áhyggjur af kólesterólinu - gleymiđ ţví bara - egg eru holl, mettandi og full af vítamínum. Frábćrt veganesti úr í daginn.

 

Og - kaupiđ almennileg egg - ég fć mín frá samstarfsmanni mínum á gigtardeildinni sem býr á bóndabć og er međ fjöldan allan af hćnum og selur mér vikulega ljúffeng lífrćn egg! Ţau eru miklu betri á bragđiđ en egg frá búrhćnum! Treystiđ mér!

 

Fyrir fjögur eggja"soufflé"

 

4 stór egg

70 ml rjómi

salt og pipar

 

Fyllingar

 

3 sneiđar af steiktu beikoni

pepproni/salamisneiđar

niđurskornir tómatar

paprikusneiđar

nóg af góđum osti

 

 

 

Ég keypti ţessa dásamlegu tómata á grćnmetismarkađnum í gćrmorgun. Ég elska ađ fara niđur í bć á laugardagsmorgun og versla nýtt ferskt grćnmeti. Í gćr keypti ég líka fersk jarđaber sem voru á tilbođi eftir Jónsmessuna, rótargrćnmeti, vaxbaunir og heilmikiđ meira!

 

 

Jćja, aftur ađ morgunverđinum. Brjótiđ fjögur egg í skál og hrćriđ rjómanum samanviđ. Saltiđ og pipriđ og ţeytiđ vandlega saman. Smyrjiđ síđan eldföstu mótin međ smá smjöri og rađiđ fyllingunum ofan í.

 

Alvöru eggja"soufflé" innhalda meira en bara egg og rjóma (mjólk) - smá hveiti er alltaf sett saman viđ en ég sleppti ţví bara. Til ađ gera alvöru "soufflé" eru hvíturnar einnig ađskildar og ţeyttar vel og svo blandađ saman viđ eggin til ađ gera "soufflé"iđ mjög loftkennt. En hér fór ég styttri leiđ.

 

 

Steikt beikon - klikkar ekki! 

 

 

Falleg rauđ papríka í sneiđum.

 

 

Piparsalami - eđa pepperoni.

 

 

Blanda af ţessum fallegu smátómötum.

 

 

Helliđ síđan eggjablöndunni yfir og fylliđ ađ 2/3. 

 

 

Svo er bara ađ raspa nóg af osti yfir. Ég notađi Västerbottenost sem er sérlega ljúffengur.

 

 

Eggja"souffle" rísa mikiđ ţegar ţau bakast.

 

 

Breakfast of Champions!

 

 


Bloggfćrslur 28. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband