Ósætar vöfflur með cheddar osti og serranoskinku

 

Vöfflur eru ævafornar. Hægt er að finna vöfflujárn frá miðöldum víða um Evrópu. Flest þeirra voru í fórum kirkjunnar og notuð til að búa til oblátur. Það var þó ekki fyrr en á fimmtánduu öld að uppskriftir sem við myndum þekkja sem hefðbundnar vöffluuppskriftir fóru að berast ၠmilli manna og er sú fyrsta frၠParís. Hefðin breiddist um Evrópu og skaut dýpstum rótum í Belgíu. Flest vöfflujárn sem við erigum í okkar skúffum skarta munstri sem var hannað í Belgíu á sautjándtu öld.  

 

Vöfflur þekkjum við helst sem sætan kaffirétt og erum vön að bera fram með rjóma og sultu. En það er hægt að snúa við blaðinu og gera annars konar vöfflur. Og þessi uppskrift er talsvert frábrugðin þeim sem við eigum að venjast. Hvað sem því líður eru þetta sérlega gómsætar vöfflur, kjörnar sem hádeigisverður á ljúfum helgardegi.   

Þetta er uppskrift sem birtist í bókinni minni sem kom út fyrir jólin. Endilega prófið þessa ljúffengu uppskrift!

 

Ósætar vöfflur með cheddar osti og serranoskinku

 

Fyrir 12-15 vöfflur

 

Fyrir vöfflurnar

 

2 bollar hveiti 

2 egg 

1/2 tsk salt 

1 tsk lyftiduft 

1 3/4 bollar mjólk 

hvítlauksolía til penslunar

 

Fyrir hverja vöfflur

 

Rifinn ostur að eigin vali (t.d. cheddar) 

1 sneið rifin hráskinka (serrano eða parma) 

1 tsk hvítlauksolía 

steinselja til skreytingar 

 

 

 

1. Blandið þurrefnunum í skál og svo eggjum og mjólk saman við.

 

 

2. Hitið vöfflujárnið og penslið með hvítlauksolíu 

 

 

 

3. Setjið skammt af deigi fyrir eina vöfflu í aðra skál og blandið saman við hluta af skinkunni og ostinum og bakið 큠vöfflujárninu.

 

4. Færið vöffluna upp í disk þegar hún er fallega gullin og skreytið með meira af skinku, osti, hvítlauksolíu og örlitlu af ferskri steinselju.

 

 

 

 

Veislan heldur áfram!

 

 

Bloggfærslur 2. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband