Fjölbreytt heimagerđ síld; hefđbundin, međ tómat og basil, hvítlauk og svo dúndur sinnepssíld!

Síld er veislumatur í Svíţjóđ. Svo mikill ađ hún á sinn hátíđarsess bćđi á jólum, páskum og Jónsmessu! Í desember fyllast allar verslanir í síld og jólaskinku. Svíar halda jólin á annan hátt en viđ ađ ţví leyti ađ ţeir taka stóran hluta af ađfangadegi í jólahaldiđ. Byrja gjarnan í hádeginu og bjóđa ţá upp á hlađborđ ţar sem kennir ýmissa grasa, allt frá pylsum, kjötbollum, eggjum, jólaskinku, lifrarkćfu, freistingu Jansson (kartöfluréttur), gröfnum og reyktum lax og svo auđvitađ síld af ýmsu tagi. Síđan horfa Svíar á Andrés Önd (sami ţáttur hefur veriđ sýndur á hverju ári síđan 1960) og er heilagur hluti af sćnsku jólahaldi - nćrri helmingur ţjóđarinnar er límdur fastur fyrir framan sjónvarpiđ klukkan ţrjú á ađfangadag.

 

En viđ höldum íslensk jól, enda Íslendingar! Í gćr buđu Jónas og Hrund, vinir okkar og nágrannar, til Ţorláksmessu veislu. Ţessa veislu hafa ţau haldiđ síđustu fimm árin og marka ţau upphafiđ á okkar jólahaldi. Ţetta er alltaf ákaflega velheppnađur fagnađur - ţađ hefur ţó ađeins fćkkađ í hópnum undanfarin ár ţar sem nokkrir af okkar samferđamönnum hafa flust heim! Ég gerđi grein fyrir ţessari veislu fyrir tveimur árum, sjá hérna!

 

Ţađ er augljóst ađ smekkur manns breytist ár frá ári. Mér hefur alltaf ţótt skata vera hinn versti matur, en í ár fékk ég mér vel af skötunni, nóg af hömsunum og kunni bara vel viđ! Ţetta er einkennileg blanda af ţéttu súru bragđi, ásamt umamibragđi hamsatólgarinnar. Og einhvern veginn hitti ţetta í mark í ár. Auđvitađ hjálpa bjór og snaps ađ koma ţessu til skila.

 

Fjölbreytt heimagerđ síld; hefđbundin, međ tómat og basil, hvítlauk og svo dúndur sinnepssíld!

 

Viđ fegđarnir lögđum til síld ađ ţessu sinni - rétt svona til ađ sýna smá lit - viđ búum jú í Svíţjóđ og erum meira ađ segja međ ríkisborgararétt hér (ađ sjálfsögđu einnig íslenskan).

 

Og ţetta er ofureinfalt. Viđ keyptum síld - svokallađa fimm mínútna síld - sem er í pćkli án ţess ţó ađ vera bragđbćtt á nokkurn hátt. Ţađ er samt lítiđ mál ađ gera hana frá grunni, međ ţví ađ léttsalta síldarflök, láta ţau standa yfir nótt, skola svo rćkilega af ţeim og leggja í 1-2-3 pćkil (einn hlutur 12% ediksprit, tveir hlutar sykur og ţrír hlutar vatn - sođiđ upp og látiđ kólna).

 

 

Fyrst er ađ skola síldarflökin og skera í tveggja sentimetra bita.

 

 

Fyrsta er klassísk sćnsk međ gulrótum, rauđlauk, dilli, lárviđarlaufum og blönduđum piparkornum. Ţessu er rađađ í hreina krukku á víxl ţangađ til ađ hún er full og svo er 1-2-3 legi (köldum) hellt yfir ţannig ađ allt hráefniđ liggi undir vökva. 

 

 

Nćsta var svo tómatsíldin međ kirsuberjatómötum, rauđlauk og basil ásamt u.ţ.b. 420 g af síld. Svo var pćklinum hellt yfir. 

 

 

Hvítlaukssíldin var lögđ međ sex rifjum af smátt skornum hvítlauk, steinselju, sítrónusneiđum og hvítvínsediki. Látiđ liggja í nokkrar klukkustundir áđur en ţessu var blandađ saman viđ 200 g af sýrđum rjóma og tveimur matskeiđum af mayonaisi.

 

 

Ţađ kom upp ágreiningur međ sinnepssíldina á milli okkar feđga ţannig ađ úr varđ ađ gera tvćr gerđir til ađ prófa. Annars vegar međ dijonsinnepi ađ hćtti föđur míns ...

 

 

... og svo međ skánsku sinnepi eftir minni forskrift. 

 

 

Úr varđ blanda af hvoru tveggja - sem kom alveg ljómandi vel út! Ţarna blönduđum viđ tveimur matskeiđum af skánsku sinnepi viđ eina af djion og smökkuđum til međ hlynsírópi ásamt ţremur matskeiđum af sýrđum rjóma. Og fullt af fersku dilli! 

 

 

Pabbi hafđi komiđ međ brennivín - jólabrennsa sem mér skilst ađ hafa fengiđ ađ ţroskast um tíma á sherrítunnu! Mun betra en venjulega brennivíniđ! 

 

 

Ţetta mćltist vel fyrir - og ekki sakađi ađ hafa međ ţessu ljúffengt heimagert rúgbrauđ sem Hrund hafđi bakađ!

 

Kćru lesendur - megiđ ţiđ eiga dásamleg jól međ vinum og vandamönnum!

 

Veislan verđur góđ!

 


Bloggfćrslur 24. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband