Valdís 14 ára: Ţriggja rétta veisla eftir óskum heimasćtunnar og fullt hús af glöđum vinkonum! Tricolore, steik og bernaise og súkkulađimús!

 

Frumburđurinn minn, Valdís Eik, verđur fjórtán ára núna á laugardaginn nćstkomandi. Hún ákvađ í tilefni ţess ađ óska eftir ţví ađ fá ađ halda stórt matarbođ eins og hún hafđi fengiđ fyrir ári síđan. Eftir ţví sem mér skildist á henni ţá hafđi ţađ spurst vel fyrir og mikil tilhlökkun fyrir ţví ađ endurtaka leikinn. Og ekki stóđ ţađ á okkur hjónum ađ verđa viđ bón heimasćtunnar. 

 

Hún bauđ öllum vinkonum sínum úr bekknum og svo fékk einn vinur hennar líka ađ slćđast međ. Og ţetta var ljómandi vel heppnađ. Ţađ var mikil gleđi í ţessum fallegu krökkum sem kunnu svo sannarlega ađ taka til matar síns! 

 

Snćdís og ég sáum um eldamennskuna og ásamt Villa sáum viđ líka um ađ ţjóna til borđs. Viđ reyndum ađ láta ţetta vera eins og ađ fara á veitingahús - lögđum upp á diska, helltum engiferöli í glös og gengum frá leirtaui. Ég sá ekki betur en ađ allir vćru glađir - og skarinn tók vel til matar síns! Ein vinkona sló í glas og hélt rćđu til heiđurs Valdísar - ţetta voru, sko, krakkar sem kunnu sig. Hver sagđi svo ađ heimur versnandi fćri?

 

 

Ţađ var ţétt setiđ viđ borđiđ. En ţröngt mega sáttir sitja! 

 

 

Valdís hafđi gert sér ferđ í bćinn daginn áđur og sótt skraut og sérvéttur til ađ hafa smá hátíđarbrag yfir borđhaldinu. Ég held ađ hún hafi hitt í mark! 

 

Valdís 14 ára: ţriggja rétta veisla eftir óskum heimasćtunnar og fullt hús af glöđum vinkonum! Tricolore, steik og bernaise og súkkulađimús! 

 

 

Ég stakk upp á ţessu einfalda ljúffmeti í forrétt. Valdís tók undir. Einfaldari og stílhreinni forrétt er vart ađ finna. Ţarna eru bragđtegundir sem hafa einstakan samhljóm; sćtir tómatar, ţéttur osturinn, rifin basílíska og svo góđ jómfrúarolía og ennţá betri balsamedik. Sćlgćti! 

 

Svo er einfalt mál ađ gera mozzarellaost sjálfur. Ţetta gerđum viđ fyrir rúmum ţremur árum síđan; sjá hérna.

 

 

Nautaentrecote var kryddađ ríkulega međ pipar og svo lokađ í vakúmpökkunarvél.

 

 

Sett viđ rúmar 54 gráđur í 2 1/2 tíma ţannig ađ ţađ verđur lungamjúkt í gegn. Í lokin bara saltađ og grillađ í eitt ögnablik á heitu grilli! Hérna eru meiri upplýsingar um sous vide eldamennsku ţar sem nautalund er í forgrunni - en sömu grunngildi eiga viđ! 

 

 

Sveitakartöflur eiga alltaf vel viđ ţegar steik og bernaise er annars vegar! Bara skera kartöflunar í báta, velta upp úr hvítlauksolíu, rósmarín, salt og pipar og baka í 180 gráđu heitum ofni í eina klukkustund!

 

 

Gerđum hnausţykka bernaisesósu! Hérna er ađ finna leiđbeiningar. Og svo ađ sjálfsögđu í bókunum mínum! 

 

 

Valdís sá um súkkulađimúsina. 600 gr af súkkulađi brotiđ niđur og sett í skál og brćtt yfir vatnsbađi. 

 

 

500 ml af mjólk hitađir ađ suđu og 5 gelatínblöđ leist upp í mjólkinni. Blandađ saman ţriđjungi í senn saman viđ brćtt súkkulađiđ. 

 

 

Líter af rjóma er ţeyttur upp. 

 

 

Svo er öllu blandađ saman.

 

 

 

Sett í bolla eđa skálar. Bara ţađ sem hendi er nćst.

 

 

Ţađ er ágćtt hugmynd ađ láta smakka súkkulađimúsina til. Hún rann ljúflega niđur hjá Ragnhildi!

 

 

Svo fékk músin ađ hvíla í ísskáp í tvćr klukkustundir, borin fram međ ţeyttum rjóma og svo súkkulađispćni.

 

 

Og međ sćtan ţjón, Vilhjálm Bjarka, voru allir vegir fćrir! 

 

Veislan varđ alveg frábćr! 

 

 

 

 


Bloggfćrslur 14. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband