Tćlenskt sjávarréttarseyđi, grilluđ lúđusteik međ salsa og blómkálspuré og bakađir ávextir í desert

IMG_4181Blađamenn 24 stunda höfđu samband viđ mig í vikunni og báđu mig um ađ vera međ innskot í laugardagsblađinu, ţađ passađi ágćtlega ţví ađ ég var međ kollega minn frá Englandi í heimsókn. Roger Wellesley Duckitt er lćknir frá Suđur Afríku sem starfar í Englandi. Ég kynntist ţessum góđa manni í Lissabon ţar sem ég var á námskeiđi síđastliđiđ haust. Ţar kynntist ég hópi af góđum kollegum og átta úr ţessum hópi hafa haldiđ sambandi síđan ađ námskeiđinu lauk. Núna um helgina var vísindaţing lyflćkna haldiđ á Selfossi og ţar kom hann og hélt erindi um uppbyggingu sérnáms í Englandi. Á fimmtudagskvöldiđ eldađi ég fyrir hann ţessa máltíđ.

tćlensk súpaÉg hafđi samband viđ fiskbúđina Hafbergnokkrum dögum áđur og bađ ţá um ađ verđa mér útum stórlúđsteik - ţađ var ekkert mál. Ţjónustan hjá ţessu fyrirtćki var međ miklum sóma og mér finnst rétt ađ segja ađeins frá ţví. Ég hef nokkrum sinnum skipt viđ ţetta fyrirtćki áđur og finnst ţeir veita afbragđs góđa ţjónustu og ráđleggingar. Viđ vorum svo sannarlega ekki sviknir af lúđusteikinni. Hún var stórkostleg.

Tćlenskt sjávarréttarseyđi, grilluđ lúđusteik međ salsa og blómkálspuré og bakađir ávextir í desert

Bregđ ađeins út af vananum ađ vera međ hráefnalista. Ţetta er sama og ég sendi inn í 24 stundir.

1,5 L af kjúklinga eđa fiskisođi, 300 gr af ósođnum rćkjum, 300 gr af smárri hörpuskel, 500 gr af krćkling í skelinni250 gr af Vermicelli núđlum, 1 rauđur chilli pipar, 1 grćnn chilli pipar, 5 cm af engifer, 3 hvítlauksrif, 1/3 búnt af basil, 1/3 búnt steinselju, 1/3 af kóríander. 

blómkálspuréSjávarfangiđ er steikt í smjöri međ smávegis hvítlauk, ásamt skvettu af hvítvíni ţartil eldađ. Lagt til hliđar. Núđlurnar eru eldađar samkvćmt leiđbeiningum og skammtađar í skál. Ţá er steiktu sjávarfanginu dreift yfir, svo er kryddinu; engifer, chilli og hvítlauk, sáldrađ yfir, kryddjurtunum og svo í lokin er kjúklinga eđa fiskisođinu hellt yfir. Saltađ og piprađ. 

Boriđ fram međ góđu hvítvíni og sítrónum og límónum til ađ kreista yfir súpuna til ögra fram bragđiđ. Viđ drukkum Castillo di Molina Chardonnay frá ţví 2006. Ţetta er prýđisgott létt hvítvín međ talsverđum ávexti. Ekki svo mikiđ eftirbragđ en dvaldi í dálitla stund á tungu. Ţetta vín bar vel bragđsterkan mat án ţess ađ fölna í samanburđi né hverfa í bakgrunninn. Wine Spectator hefur gefiđ víni í ţessum flokki um 86% í einkunn.  

lúđusteikOfnbökuđ lúđusteik međ blómkálspure, salsa og hvítvínssteiktum fennel 

2,5 kg af ţverskorinni lúđusteik var pensluđ međ góđri jómfrúarolíu og saltađ og piprađ. Fyrst var ţađ grillađ í stutta stund á heitu grilli en svo bakađ í ofni í um 20 mínútur viđ 180 gráđu hita.  

Međ matnum var boriđ fram blómkálspúrée sem var afar einfalt.  Tveir blómkálshausar voru sođnir eins og lög gera ráđ fyrir, vatninu hellt frá, blómkáliđ sett í matvinnsluvél, 2 msk af rjómaosti, 2 msk af smjöri, 100 ml af rjóma, salti og pipar sett saman viđ og blandađ saman ţar til orđiđ ađ flauelsmjúkri blöndu. 

Salsađ var gert úr 5 ţroskuđum tómötum, 1 stórum rauđlauk, 4 smátt skornum hvítlauksrifjum, einum kjarnhreinsuđum chillipipar, hálfri smátt skorinni papriku, 1/2 búnti af steinselju, 1/2 búnti af kóríander, 5 msk af jómfrúarolíu, salt og pipar og safi úr einni sítrónu. Blandađ vel saman og látiđ standa í ísskáp í um klukkustund. 

salsaEinnig var steikt fennel međ matnum. 4 fennelhausar voru hreinsađir og skornir í sneiđar. Ţeir voru svo steiktir upp úr smjöri og olíu í um 10 mínútur og svo var 2 glösum af ágćtu hvítvíni hellt yfir, ég notađi Montalto frá Sikiley úr kassa, og sauđ niđur í um 20 mínútur.  

Maturinn var svo borinn fram međ léttu salati og Masi Masianco hvítvíni frá Ítalíu árgerđ 2007 sem er létt og fremur lítiđ krefjandi hvítvín sem passađi vel međ matnum. Ţar var mikiđ af brögđum á ferđinni og mikilvćgt ađ víniđ stćli ekki senunni. Ţađ rann ljúflega niđur međ matnum og nóg var skálađ. 

Bakađir ávextir međ ís og muldu Nóa kroppi

Í dessert var svo einfaldur eftirréttur. Bakađir ávextir međ ís og muldu Nóa kroppi. Einn ferskur ananas, 3 ferskjur, 4 plómur, nokkur jarđarber voru skorinn í bita og sett í eldfast mót. Vanillusykri (eđa bara venjulegum sykri) er sáldrađ yfir og ávextirnir eru bakađir viđ 180 gráđur í 15 mínútur ţar til ţeir fara ađ karmelliserast. Ţá er ţeim dreift í skálar, ís dreift yfir og svo muldu Nóa kroppi dreift yfir.

Notiđ međ góđu kaffi og smávegis af Wolf Blass af Chardonnay Pinot Noir freyđivíni sem hefđbundiđ ćtti ađ fá sér fyrir forréttinn en viđ svindluđum og fengum okkur međ eftirréttinum. Vorum ekki svikinn af ţví .Talsverđ kampavínsstemming en samt langt frá ţví ađ vera á kampavínsverđi. 

 


Bloggfćrslur 8. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband