Ristuð hörpuskel vafin serranoskinku með bragðbættu smjöri

Þessa uppskrift hef ég eldað nokkrum sinnum á þessu ári. Hún hefur alltaf verið succsess. Var með hana í matinn þegar pabbi minn varð 56 ára núna í lok nóvember og ég bauð gömlu hjónunum í matarveislu í afmælisgjöf. Pabbi var glaður. Þetta er frekar einföld uppskrift en er svona í dýrari kantinum þar sem Serrano skinka er sjaldan á útsölu. Sennilega væri hægt að gera budget útgáfu af þessum rétt með góðu beikoni en allavega - hún vel borgar sig.

Mikilvægt er að nota risahörpuskel. Ekki bara vegna þess að það er flottara heldur það eru mun auðveldara að vefja stóran hörpudisk heldur en lítin. Hef venjulega haft þrjá á manninn.

Fyrst er að huga að smjörinu.  70 gr af smjöri er látið ná herbergishita svo hægt sé að hræra það. Svo er 25 gr af muldum heslihnetum ristaðar á pönnu. 10 gr (ca 1/6 af búnti) af kóríander er saxað niður í hæfilega stærð - ekki of smátt. Sama er gert við jafnmikið af ferskri steinselju. Þessu öllu er blandað saman við smjörið. Saltað og piprað. Safa úr hálfri sítrónu er blandað saman við. Þá ertu komin með ristað heslihnetu,kóríander, steinselju og sítrónu bragðbætt smjör - ekkert smávegis nafn.

Risahörpuskel er vafin serrano skinku - yfirleitt hefur nægt að nota eina sneið utan tvo hörpudiska. Skinkan er fest með tannstönglum. Best er að krossfesta hörpudiskinn - þá hreyfist skinkan ekki neitt. Raðað í eldfast mót.

Kveikt er á grillinu í ofninum og látin ná blússandi hita - 250 gráðum. Hörpuskelin er ristuð í ofni í 1 1/2 mínútur á hvorri hlið, svo er hörpuskelin tekin úr ofninum - smjörklípa er sett á hverja skel og svo sett í 2 mínútur undir grillið til að smjörið bráðni. Borið fram á beði af klettasalati.

Auðvitað er nauðsynlegt að drekka með þessu gott hvítvín - De Martino Legado Reserva Chardonnay - algert sælgæti.


Bloggfærslur 15. desember 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband