Fjölbreytt heimagerđ síld; hefđbundin, međ tómat og basil, hvítlauk og svo dúndur sinnepssíld!

Síld er veislumatur í Svíţjóđ. Svo mikill ađ hún á sinn hátíđarsess bćđi á jólum, páskum og Jónsmessu! Í desember fyllast allar verslanir í síld og jólaskinku. Svíar halda jólin á annan hátt en viđ ađ ţví leyti ađ ţeir taka stóran hluta af ađfangadegi í jólahaldiđ. Byrja gjarnan í hádeginu og bjóđa ţá upp á hlađborđ ţar sem kennir ýmissa grasa, allt frá pylsum, kjötbollum, eggjum, jólaskinku, lifrarkćfu, freistingu Jansson (kartöfluréttur), gröfnum og reyktum lax og svo auđvitađ síld af ýmsu tagi. Síđan horfa Svíar á Andrés Önd (sami ţáttur hefur veriđ sýndur á hverju ári síđan 1960) og er heilagur hluti af sćnsku jólahaldi - nćrri helmingur ţjóđarinnar er límdur fastur fyrir framan sjónvarpiđ klukkan ţrjú á ađfangadag.

 

En viđ höldum íslensk jól, enda Íslendingar! Í gćr buđu Jónas og Hrund, vinir okkar og nágrannar, til Ţorláksmessu veislu. Ţessa veislu hafa ţau haldiđ síđustu fimm árin og marka ţau upphafiđ á okkar jólahaldi. Ţetta er alltaf ákaflega velheppnađur fagnađur - ţađ hefur ţó ađeins fćkkađ í hópnum undanfarin ár ţar sem nokkrir af okkar samferđamönnum hafa flust heim! Ég gerđi grein fyrir ţessari veislu fyrir tveimur árum, sjá hérna!

 

Ţađ er augljóst ađ smekkur manns breytist ár frá ári. Mér hefur alltaf ţótt skata vera hinn versti matur, en í ár fékk ég mér vel af skötunni, nóg af hömsunum og kunni bara vel viđ! Ţetta er einkennileg blanda af ţéttu súru bragđi, ásamt umamibragđi hamsatólgarinnar. Og einhvern veginn hitti ţetta í mark í ár. Auđvitađ hjálpa bjór og snaps ađ koma ţessu til skila.

 

Fjölbreytt heimagerđ síld; hefđbundin, međ tómat og basil, hvítlauk og svo dúndur sinnepssíld!

 

Viđ fegđarnir lögđum til síld ađ ţessu sinni - rétt svona til ađ sýna smá lit - viđ búum jú í Svíţjóđ og erum meira ađ segja međ ríkisborgararétt hér (ađ sjálfsögđu einnig íslenskan).

 

Og ţetta er ofureinfalt. Viđ keyptum síld - svokallađa fimm mínútna síld - sem er í pćkli án ţess ţó ađ vera bragđbćtt á nokkurn hátt. Ţađ er samt lítiđ mál ađ gera hana frá grunni, međ ţví ađ léttsalta síldarflök, láta ţau standa yfir nótt, skola svo rćkilega af ţeim og leggja í 1-2-3 pćkil (einn hlutur 12% ediksprit, tveir hlutar sykur og ţrír hlutar vatn - sođiđ upp og látiđ kólna).

 

 

Fyrst er ađ skola síldarflökin og skera í tveggja sentimetra bita.

 

 

Fyrsta er klassísk sćnsk međ gulrótum, rauđlauk, dilli, lárviđarlaufum og blönduđum piparkornum. Ţessu er rađađ í hreina krukku á víxl ţangađ til ađ hún er full og svo er 1-2-3 legi (köldum) hellt yfir ţannig ađ allt hráefniđ liggi undir vökva. 

 

 

Nćsta var svo tómatsíldin međ kirsuberjatómötum, rauđlauk og basil ásamt u.ţ.b. 420 g af síld. Svo var pćklinum hellt yfir. 

 

 

Hvítlaukssíldin var lögđ međ sex rifjum af smátt skornum hvítlauk, steinselju, sítrónusneiđum og hvítvínsediki. Látiđ liggja í nokkrar klukkustundir áđur en ţessu var blandađ saman viđ 200 g af sýrđum rjóma og tveimur matskeiđum af mayonaisi.

 

 

Ţađ kom upp ágreiningur međ sinnepssíldina á milli okkar feđga ţannig ađ úr varđ ađ gera tvćr gerđir til ađ prófa. Annars vegar međ dijonsinnepi ađ hćtti föđur míns ...

 

 

... og svo međ skánsku sinnepi eftir minni forskrift. 

 

 

Úr varđ blanda af hvoru tveggja - sem kom alveg ljómandi vel út! Ţarna blönduđum viđ tveimur matskeiđum af skánsku sinnepi viđ eina af djion og smökkuđum til međ hlynsírópi ásamt ţremur matskeiđum af sýrđum rjóma. Og fullt af fersku dilli! 

 

 

Pabbi hafđi komiđ međ brennivín - jólabrennsa sem mér skilst ađ hafa fengiđ ađ ţroskast um tíma á sherrítunnu! Mun betra en venjulega brennivíniđ! 

 

 

Ţetta mćltist vel fyrir - og ekki sakađi ađ hafa međ ţessu ljúffengt heimagert rúgbrauđ sem Hrund hafđi bakađ!

 

Kćru lesendur - megiđ ţiđ eiga dásamleg jól međ vinum og vandamönnum!

 

Veislan verđur góđ!

 


Dúndur tómatsúpa međ ofnristuđum tómötum, smá rjómafloti, basil og rauđvínstári í vetrarmyrkrinu

 

Jólin nálgast óđfluga, engin fer varhluta af ţví. Og ţá er ágćtt ađ geta sett saman ljúffenga kvöldmáltíđ á stuttum tíma. Og ţessi súpa er bćđi fljótleg, holl en ţađ mikilvćgasta er ađ hún er alveg ótrúlega ljúffeng. Uppskriftin byggir á einum uppáhaldspastaréttinum mínum, sem er sérlega ljúffengur - kíkiđ endilega á uppskriftina hérna

 

Ţessi súpa byggir á tveimur grundvallarhráefnum - tómötum og kjúklingasođi. Best er auđvitađ ađ nota heimagert kjúklingasođ en í versta falli má auđvitađ nota tenging! Svo er gott ađ bera svona súpu fram međ góđu heimagerđu brauđi, kannski foccacia eins og í ţessari ljúffengu uppskrift!

 

Dúndur tómatsúpa međ ofnristuđum tómötum, smá rjómafloti, basil og rauđvínstári í vetrarmyrkrinu

 

Fyrir fjóra til sex

 

2 kg tómatar

6 hvítlauksrif

50 ml ólífuolía

salt og pipar

1,5 l kjúklingasođ

1-2 msk soyasósa

1 msk Worchestershire sósa

 

 

Skeriđ tómatana í grófa bita og setjiđ í eldfast mót.

 

 

Skeriđ síđan hvítlauksrifin eins smátt og ţiđ getiđ. Setjiđ međ tómötunum. 

 

 

Helliđ jómfrúarolíu yfir tómatana, saltiđ og pipriđ og hrćriđ vel saman. 

 

 

Ég átti kjúklingasođ inn í frysti sem ég sauđ svo upp međ dálitlu af vatni. 

 

 

Hitiđ síđan ofninn á fullt međ grilliđ í gangi. Grilliđ tómatana í tvćr til ţrjár mínútur, hrćriđ í tómötunum og grilliđ áfram ţangađ til ađ ţađ fer ađ sjóđa í tómötunum. 

 

 

Setjiđ tómatana í pottinn međ kjúklingasođinu og blandiđ saman međ töfrasprota.

 

 

Látiđ svo súpuna krauma í 15 mínútur, smakkiđ til međ salti og pipar. Ef ţarf bćtiđ viđ soyasósu og jafnvel worchestershiresósu!

 

 

Međ matnum prófuđum viđ hjónin ţetta ljúffenga rauđvín frá Chile. Ţetta er vín frá Concha y toro (sem framleiđir Sunrise vínin sem margir ţekkja). Ţetta vín er frá Rapel dalnum, ţrúgurnar munu vera handtíndar og víniđ fćr ađ vera á tunnu í 17 mánuđi. Ţrúgan, Carmenere, er ein sú algengasta í Chile. Ţetta er kraftmikiđ vín, mikiđ berjabragđ og gott eikađ eftirbragđ!

 

 

Helliđ súpunni í skál, setjiđ örlítiđ af góđri jómfrúarolíu í súpuna, sprautiđ dálitlu af rjóma út á súpuna (sjá mynd) og skreytiđ međ smátt skornu basil. 

 

Ljúffeng! Sérlega ljúffeng! 

 

Veislan er rétt ađ hefjast. 

 

 

 


Valdís 14 ára: Ţriggja rétta veisla eftir óskum heimasćtunnar og fullt hús af glöđum vinkonum! Tricolore, steik og bernaise og súkkulađimús!

 

Frumburđurinn minn, Valdís Eik, verđur fjórtán ára núna á laugardaginn nćstkomandi. Hún ákvađ í tilefni ţess ađ óska eftir ţví ađ fá ađ halda stórt matarbođ eins og hún hafđi fengiđ fyrir ári síđan. Eftir ţví sem mér skildist á henni ţá hafđi ţađ spurst vel fyrir og mikil tilhlökkun fyrir ţví ađ endurtaka leikinn. Og ekki stóđ ţađ á okkur hjónum ađ verđa viđ bón heimasćtunnar. 

 

Hún bauđ öllum vinkonum sínum úr bekknum og svo fékk einn vinur hennar líka ađ slćđast međ. Og ţetta var ljómandi vel heppnađ. Ţađ var mikil gleđi í ţessum fallegu krökkum sem kunnu svo sannarlega ađ taka til matar síns! 

 

Snćdís og ég sáum um eldamennskuna og ásamt Villa sáum viđ líka um ađ ţjóna til borđs. Viđ reyndum ađ láta ţetta vera eins og ađ fara á veitingahús - lögđum upp á diska, helltum engiferöli í glös og gengum frá leirtaui. Ég sá ekki betur en ađ allir vćru glađir - og skarinn tók vel til matar síns! Ein vinkona sló í glas og hélt rćđu til heiđurs Valdísar - ţetta voru, sko, krakkar sem kunnu sig. Hver sagđi svo ađ heimur versnandi fćri?

 

 

Ţađ var ţétt setiđ viđ borđiđ. En ţröngt mega sáttir sitja! 

 

 

Valdís hafđi gert sér ferđ í bćinn daginn áđur og sótt skraut og sérvéttur til ađ hafa smá hátíđarbrag yfir borđhaldinu. Ég held ađ hún hafi hitt í mark! 

 

Valdís 14 ára: ţriggja rétta veisla eftir óskum heimasćtunnar og fullt hús af glöđum vinkonum! Tricolore, steik og bernaise og súkkulađimús! 

 

 

Ég stakk upp á ţessu einfalda ljúffmeti í forrétt. Valdís tók undir. Einfaldari og stílhreinni forrétt er vart ađ finna. Ţarna eru bragđtegundir sem hafa einstakan samhljóm; sćtir tómatar, ţéttur osturinn, rifin basílíska og svo góđ jómfrúarolía og ennţá betri balsamedik. Sćlgćti! 

 

Svo er einfalt mál ađ gera mozzarellaost sjálfur. Ţetta gerđum viđ fyrir rúmum ţremur árum síđan; sjá hérna.

 

 

Nautaentrecote var kryddađ ríkulega međ pipar og svo lokađ í vakúmpökkunarvél.

 

 

Sett viđ rúmar 54 gráđur í 2 1/2 tíma ţannig ađ ţađ verđur lungamjúkt í gegn. Í lokin bara saltađ og grillađ í eitt ögnablik á heitu grilli! Hérna eru meiri upplýsingar um sous vide eldamennsku ţar sem nautalund er í forgrunni - en sömu grunngildi eiga viđ! 

 

 

Sveitakartöflur eiga alltaf vel viđ ţegar steik og bernaise er annars vegar! Bara skera kartöflunar í báta, velta upp úr hvítlauksolíu, rósmarín, salt og pipar og baka í 180 gráđu heitum ofni í eina klukkustund!

 

 

Gerđum hnausţykka bernaisesósu! Hérna er ađ finna leiđbeiningar. Og svo ađ sjálfsögđu í bókunum mínum! 

 

 

Valdís sá um súkkulađimúsina. 600 gr af súkkulađi brotiđ niđur og sett í skál og brćtt yfir vatnsbađi. 

 

 

500 ml af mjólk hitađir ađ suđu og 5 gelatínblöđ leist upp í mjólkinni. Blandađ saman ţriđjungi í senn saman viđ brćtt súkkulađiđ. 

 

 

Líter af rjóma er ţeyttur upp. 

 

 

Svo er öllu blandađ saman.

 

 

 

Sett í bolla eđa skálar. Bara ţađ sem hendi er nćst.

 

 

Ţađ er ágćtt hugmynd ađ láta smakka súkkulađimúsina til. Hún rann ljúflega niđur hjá Ragnhildi!

 

 

Svo fékk músin ađ hvíla í ísskáp í tvćr klukkustundir, borin fram međ ţeyttum rjóma og svo súkkulađispćni.

 

 

Og međ sćtan ţjón, Vilhjálm Bjarka, voru allir vegir fćrir! 

 

Veislan varđ alveg frábćr! 

 

 

 

 


Marókósk kjúklingatagína međ marineruđum sítrónum, svörtum ólífum og kúrbít

Ţetta er einn af uppáhaldsréttunum úr bókinni minni. Fullt af brögđum sem mađur er ekki vanur ađ nota, en ţó međ kryddum sem eru okkur 

Ég hef lengi veriđ áhugasamur um matargerđ Norđur Afríku og ţá sérstaklega Marókkós um nokkuđ langt skeiđ. Ekki minnkađi áhuginn viđ ađ eignast vinkonu sem á ţangađ rćtur ađ rekja, 

Sumariđ 2010 fórum viđ fjölskyldan í sumarfrí til Frakklands ţar sem viđ ókum á húsbíl um héruđin Champagne, Búrgúndí, Júra og Alsace og ţar datt ég einn á markmađ ţar sem seldar ovru marókkóskar tagínur. Tagínur eru sérstakir leirpottar og réttir sem eldađir eru í ţeim draga af ţeim nafn sitt. Ţćr ţarf ađ hita upp hćgt og rólega og eru gjarnan međ strýtulaga lofi ţar sem gufan safnast saman og lekur svo aftur niđur í réttinn sem veriđ er ađ elda. Matreiđsla í tagínum er líka dálítiđ sérstök; hráefnum er rađađ upp í pottinn, lokinu tyllt á tagínan sett yfir hlóđirnar. Oftast eru ţessir réttir eldađir í eina til tvćr klukkustundir, jafnvel lengur. 

Ţessi kjúklingatagína varđ til viđ samvinnu okkar brćđranna. Mig langađi til ađ nota marinerađar sítrónur ásamt tómötum og broddkúmeni en bróđir minn stakk upp á kjúklingasođi og ólífum en sleppa tómötunum. Ég lagđi svo til kúrbítinn. Ég sá síđan hina umrćddu maróakósku vinkonu mína hlaupa framhjá eldhúsglugganum mínum, elti hana uppi og bar undir hana innihaldslýsinguna. Henni leist vel á réttinnn nema hvađa ađ kjúklingatagínur innihéldu sjaldan broddkúmen og ţá var ţví sleppt. Og rétturinn varđ sérlega ljúffengur - međ samvinnu margra. 

Sé ekki tagína viđ hendina, er um ađ gera ađ nota bara venjulega pönnu í stađinn. 
 

Marókósk kjúklingatagína međ marineruđum sítrónum, svörtum ólífum og kúrbít
 
Fyrir fjóra til sex.

16 kjúklingaleggir
1 marineruđ sítróna 
700 ml kjúklingasođ 
50 g smjör
1 gulur laukur
4 hvítlauksrif
1 tsk engiferduft
1 tsk paprikuduft
1 tsk túrmerik
1 tsk kóríanderduft
1 tsk sjávarsalt
1 tsk nýmalađur pipar
3 msk jómfrúarolía
1 kúrbítur
30 kalamata-ólífur
salt og pipar
handfylli fersk mynta 

1. Skeriđ brjóskiđ af leggjunum og  og hendiđ. 

 

Kosturinn viđ ţetta er ađ viđ eldunina ţá dregst húđin saman og auđvelt er ađ taka leggina upp og borđa međ fingrunum! 

 

2. Setjiđ leggina í skál ásamt jómfrúarolíu, túrmeriki, engifer-, papríku og kóríanderdufti. Blandiđ sjávarsalti og pipar saman viđ. Marineriđ í ísskáp í eina til tvćr klukkustundir helst yfir nótt. 

 

 

3. Saxiđ lauk og hvítlauk og steikiđ í smjörinu ţangađ til laukurinn er mjúkur og gljáandi. Saltiđ og pipriđ ţegar laukurinn er kominn í pönnuna. 

 

4. Leggiđ kjúklinginn í pönnuna og helliđ yfir kjúklingasođinu.

 

 

5. Sneiđiđ marineruđu sítrónuna og rađiđ í kringum kjúklinginn. 

 

6. Skeriđ kúrbítinn í grófar sneiđar og bćtiđ út í ásamt kalamata-ólífunum. Dreifiđ nokkrun myndtulaufum yfir og saltiđ og pipriđ. 

 

7. Setjiđ lokiđ á tagínuna, hleypiđ suđunni upp og látiđ krauma í eina til eina og hálfa klukkustund viđ lágan hita.

 

8. Dreifiđ yfir rifinni ferskri myntu ţegar rétturinn er tilbúinn. 

 

 

Í bókinni minni er heilmikiđ af frábćrum réttum og svo sé ég ekki betur en ađ bókin er á tilbođi útum allt! 

 

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband